Tómas Geirsson (Kanastöðum)
Tómas Geirsson frá Kanastöðumm í A-Landeyjum, kaupmaður fæddist þar 20. júní 1912 og lést 24. febrúar 1991.
Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi, f. 26. apríl 1882 á Kanastöðum, d. 20. maí 1923, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja frá Reyðarvatni á Rangárvöllum, f. þar 26. nóvember 1883, d. 4. maí 1978 í Reykjavík.
Börn Guðrúnar og Ísleifs:
1. Tómas Geirsson, f. 7. júlí 1907, d. 29. október 1907.
2. Sigríður Geirsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var Sigurður Ásgeir Gunnarsson.
3. Guðrún Geirsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar Gunnlaugur Loftsson kaupmaður.
4. Tómas Geirsson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans Dagný Ingimundardóttir.
5. Marta Þórunn Geirsdóttir gjaldkeri í Reykjavík, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.
6. Geir Ísleifur Geirsson rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir.
Tómas var með foreldrum sínum í æsku, á Kanastöðum í A.-Landeyjum, en faðir hans lést er Tómas var tæpra ellefu ára.
Hann fylgdi móður sinni til Eyja 1924 og bjó með henni á Kanastöðum við Hásteinsveg 22. Tómas fór snemma að vinna fyrir sér, vann hjá Gunnari Ólafssyni kaupmanni og útgerðarmanni í 38 ár.
Dagný og Tómas keyptu verslunina við Kirkjuveg 8a og nefndu Framtíðina 1952. Þau ráku hana til Goss 1973.
Í Gosinu starfaði Tómas hjá Heklu hf. í Reykjavík.
Þau Dagný fluttu til Eyja og Tómas vann hjá Gunnari Ólafssyni og Co., aðallega við bátaafgreiðslu.
Þau Dagný giftu sig 1935, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kanastöðum með Guðrúnu móður hans, en byggðu við hús fósturforeldra Dagnýjar við Kirkjuveg 72 og bjuggu þar síðan.
Tómas lést 1991 og Dagný 2011.
I. Kona Tómasar, (26. október 1935), var Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 27. ágúst 1914, d. 16. apríl 2011.
Börn þeirra:
1. Helga Tómasdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. júlí 1936 á Kanastöðum. Maður hennar Reynir Frímann Másson, látinn.
2. Sigurður Ágúst Tómasson sölustjóri, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 11. maí 1942 á Kanastöðum. Kona hans Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir.
3. Geirrún Tómasdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1946 á Kirkjuvegi 72, d. 29. apríl 2014. Maður hennar Jóhannes Kristinsson, látinn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Morgunblaðið. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.