Guðrún J. Jakobsdóttir
Guðrún Jóhanna Jakobsdótir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 11. júní 1943 á Brekastíg 32.
Foreldrar hennar voru Jakob Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, hafnargjaldkeri, bankastarfsmaður, skrifstofustjóri, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992, og kona hans Jóhanna María Bjarnasen húsfreyja, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júlí 1972.
Börn Jóhönnu og Jakobs:
1. Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. júní 1943 á Brekastíg 32. Maður hennar Sigurður Ágúst Tómasson.
2. Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. nóvember 1945 á Brekastíg 32. Maður hennar Eyjólfur Martinsson, látinn.
3. Ólafur Óskar Jakobsson skrifstofumaður, f. 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1. Kona hans Sigríður Þórarinsdóttir.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Brekastíg 32 og Faxastíg 1.
Hún lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1962.
Guðrún vann í Útvegsbanka Íslands í Eyjum, var skrifstofumaður í Fiskiðjunni og síðar í Samfrosti. Síðar var hún bókari í Heildversluninni Heklu og í vinnuvélasölunni Kletti í Reykjavík.
Þau Sigurður giftu sig 1963, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 32, byggðu hús við Birkihlíð 9 og fluttu í það 1966. Þar bjuggu þau til Goss og eftir lagfæringar til 1975.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu við Háteigsveg 8 og síðan Háteigsveg 10 til 2000, þá við Birkihlíð 7 til 2014, en hafa síðan búið við Kópavogstún 2.
Aftari röð: Sigurður, Jakob, Sigurður Ágúst, Guðrún María, Fjóla Sigurðardóttir (tengdadóttir).
Í fremri röð Guðrún og Karen Ardís.
I. Maður Guðrúnar, (17. ágúst 1963), er Sigurður Ágúst Tómasson.
Barn þeirra:
1. Jakob Óskar Sigurðsson efnafræðingur, MBA í viðskiptum, forstjóri í Bretlandi, f. 28. mars 1964. Kona hans Fjóla Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún og Sigurður.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.