Jóhannes Kristinsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Kristinsson.

Jóhannes Kristinsson skipstjóri, vélstjóri, framkvæmdastjóri fæddist 11. maí 1943 í Godthaab og lést 14. júlí 1990.
Foreldrar hans voru Kristinn Magnússon frá Sólvangi, skipstjóri, f. 5. maí 1908 á Seyðisfirði, d. 5. október 1984, og kona hans Helga Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1907 á Sölvhóli í Reykjavík, d. 4. nóvember 1993.

Börn Helgu og Kristins:
1. Drengur, f. 10. desember 1936, d. 18. maí 1937.
2. Ólafur Magnús Kristinsson sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, f. 2. desember 1939 á Þingvöllum, d. 4. janúar 2018. Kona hans Inga Þórarinsdóttir.
3. Theodóra Þuríður Kristinsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, f. 11. nóvember 1940 á Þingvöllum, d. 4. mars 2006. Maður hennar Daníel J. Kjartansson.
4. Vilborg Hanna Kristinsdóttir, f. 28. mars 1942, d. 26. júlí 1942.
5. Jóhannes Kristinsson sjómaður, f. 11. maí 1943 í Godthaab, d. 14. júlí 1990. Kona hans Geirrún Tómasdóttir.
6. Helgi Kristinsson sjómaður, f. 12. nóvember 1945 á Heiðarvegi 34, drukknaði 5. nóvember 1968.
7. Guðrún Helga Kristinsdóttir kennari, f. 22. maí 1948 á Heiðarvegi 34. Maður hennar Bjarni Gunnarsson.

Jóhannes var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og lauk fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1964.
Hann hóf sjómennsku 1958, varð vélstjóri og síðan skipstjóri, fór í land 1968. Hann var framkvæmdastjóri Steypustöðvar Vestmannaeyja, en síðan varð hann framkvæmdastjóri Gámavina, sem fluttu utan fisk í gámum.
Jóhannes var lengi í Sjómannadagsráði Vestmannaeyja.
Þau Geirrún giftu sig 1966, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjuvegi 72 í húsi foreldra Geirrúnar, en byggðu hús við Bröttugötu 9 árið 1968 og bjuggu þar.
Jóhannes lést 1990 og Geirrún 2014.

I. Kona Jóhannesar, (26. nóvember 1966), var Geirrún Tómasdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1946, d. 29. apríl 2014.
Börn þeirra:
1. Tómas Jóhannesson, f. 23. maí 1967. Kona hans Margrét Berndsen Sigurgeirsdóttir.
2. Lúðvík Jóhannesson, f. 26. janúar 1969. Kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
3. Steingrímur Jóhannesson, f. 14. júní 1973. Kona hans Jóna Dís Kristjánsdóttir.
4. Hlynur Jóhannesson, f. 5. september 1974. Kona hans Aldís Björgvinsdóttir.
5. Hjalti Jóhannesson, f. 6. september 1974. Kona hans Þórdís Sigurðardóttir.
6. Helga Jóhannesdóttir, f. 20. febrúar 1980. Maður hennar Guðmundur Helgi Sigurðsson.
7. Sæþór Jóhannesson, f. 1. september 1983. Kona hans Svanhildur Hanna Freysteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.