Steina Fríðsteinsdóttir (leikskólakennari)
Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari fæddist 8. júní 1943.
Foreldrar hennar voru Fríðsteinn Ástvaldur Friðsteinsson sjómaður, farmaður, f. 10. september 1899, d. 27. júní 1991 og fyrri kona hans Þórdís Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1906, d. 10. desember 1991.
Stjúpmóðir Steinu var Jósefína Svanlaug Jóhannsdóttir, f. 1. mars 1909, d. 4. ágúst 1997.
Fríðsteinn var bróðir Ágústu Friðsteinsdóttur húsfreyju í Garðshorni, konu Haraldar Jónassonar, en börn þeirra voru:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.
Börn Þórdísar og Fríðsteins í Eyjum:
1. Ástríður Fríðsteinsdóttir, f. 8. janúar 1933, d. 7. apríl 2016. Maður hennar Hávarður Birgir Sigurðsson.
2. Þórdís Fríðsteinsdóttir f. 26. ágúst 1934. Maður hennar Vigfús Waagfjörð.
3. Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir, f. 8. júní 1943. Maður hennar Óskar Björgvinsson.
Steina missti ung móður sína og ólst upp með föður sínum og stjúpmóður, Jósefínu Svanlaugu Jóhannsdóttur húsfreyju frá Þingeyrarseli í Ásahreppi, f. 1. mars 1909, d. 4. ágúst 1997.
Hún lauk námi í Fósturskólanum 1995.
Steina vann í leikskólanum í Leikskólanum Rauðagerði og á Sóla.
Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Steina flutti til Eyja 1974, giftist Óskari 1977. Þau eignuðust ekki börn saman, en Óskar var fósturfaðir drengja hennar og hún fóstraði Þráin son hans.
Óskar lést 2002.
Steina bjó í Hásteinsblokkinni, flutti til Reykjavíkur 2008.
Steina er tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Hannes Helgason húsgagnasmiður, f. 8. ágúst 1942, d. 4. september 2017. Foreldrar hans voru Helgi Salómon Hannesson úr Reykjavík
blikksmiður, f. 31. ágúst 1908, d. 3. febrúar 1960, og kona hans Gíslína Þóra Jónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 24. september 1912, d. 5. ágúst 2003.
Börn þeirra:
1. Arnar Jónsson stjórnsýslufræðingur í Reykjavík, f. 7. apríl 1966. Kona hans Anna Sif Jónsdóttir.
2. Snorri Jónsson kennari, f. 28. ágúst 1971. Kona hans Anna Ólafsdóttir.
II. Síðari maður Steinu, (13. ágúst 1977), var Óskar Björgvinsson frá Hvoli við Heimagötu, ljósmyndari, f. þar 5. september 1942, d. 12. nóvember 2002.
Þau voru barnlaus saman, en Óskar varð fósturfaðir sona hennar og hún varð fósturmóðir Þráins sonar hans.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Steina.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.