Bjarni Jónsson (Garðshorni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bjarni Gíslason Jónsson.

Bjarni Gíslason Jónsson í Garðshorni, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 28. september 1911 á Ísafirði og lést 9. júní 1987.
Foreldrar hans voru Jón Finnbogi Bjarnason frá Ármúla á Langadalsströnd, bóndi, lögreglumaður, veitingamaður, f. 28. febrúar 1886, d. 9. júní 1952, og kona hans Margrét María Pálsdóttir frá Eyri í Reykjarfirði, húsfreyja, f. 16. september 1884, d. 6. apríl 1922.
Fósturforeldrar Bjarna voru Salóme Pálsdóttir móðursystir hans, húsfreyja á Oddsflöt í Grunnavík í Jökulfjörðum, f. 12. ágúst 1877, d. 18. október 1926, og maður hennar Halldór Elías Jónsson bóndi og hreppstjóri, f. 26. júní 1883, d. 23. janúar 1939.

Börn Margrétar og Jóns:
1. Páll Jónsson, f. 27. maí 1909, d. á Ísafirði 23. febrúar 1927.
2. Ragnhildur Ingibjörg (Jónsdóttir) Ásgeirsdóttir, f. 16. júlí 1910, d. 22. júlí 1981. Hún var kjörbarn sr. Ásgeirs Ásgeirssonar frá Hvammi og Ragnhildar föðursystur sinnar. Menn hennar, skildu, voru Sigurður Ólason og Ófeigur Ófeigsson.
3. Bjarni Gíslason Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Garðshorni, f. 28. september 1911 á Ísafirði, d. 9. júní 1987.
4. Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 10. september 1914, d. 21. maí 1915.
5. Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 7. ágúst 1916, d. 6. júní 2012.
6. Ásgeir Jónsson fulltrúi á Skattstofunni í Reykjavík, f. 21. apríl 1919, d. 29. maí 2004. Kona hans var Hulda Guðmundsdóttir.
7. Drengur Jónsson, f. 21. mars 1922, d. 22. mars 1922.

II. Barnsmóðir Jóns var Jónína María Pétursdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júní 1905, d. 31. mars 1985.
Barn þeirra:
8. Guðmundur Eyberg Helgason bóndi á Kárastöðum á Vatnsnesi, V-Hún., f. 14. nóvember 1924, d. 26. maí 1979. Kona hans var Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir.

III. Barnsmóðir Jóns var Sigríður Ingibergsdóttir frá Hjálmholti, síðar húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði, V-Ís., f. 31. maí 1911, d. 29. janúar 2002.
Barn þeirra var
9. Ármann Jónsson frá Hjálmholti, sjómaður, verkamaður, f. 27. ágúst 1928, d. 31. október 2013.

IV. Sambýliskona Jóns var Árný Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra:
10. Þorbjörg Fanný Jónsdóttir, f. 10. október 1928, d. 5. september 1931.
11. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1929 í Viðey. Maður hennar var Sigurður Árnason.
12. Hilmar Jónsson, f. 6. ágúst 1930 í Valhöll.

Bjarni var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hans lést, er hann var á ellefta árinu.
Börn Jóns fóru flest í fóstur. Bjarni fór til Salóme móðursystur sinnar, húsfreyju, og manns hennar Halldórs E. Jónssonar bónda og hreppstjóra á Oddsflöt í Grunnavík.
Bjarni gekk í Flensborgarskóla og lauk gagnfræðaprófi 1929, vildi læra útvarpsvirkjun, en komst ekki að náminu.
Hann fluttist til föður síns í Eyjum 1925 og var með honum í Viðey og með honum og Árnýju Friðriksdóttur þar 1928 og 1929, í Lyngholti með þeim 1930.
Bjarni fékk hásetastöðu hjá Sighvati í Ási á Erlingi. Síðar tók hann smáskipapróf og var skipstjóri hjá Sighvati og fleiri, var með Ölduna og Mýrdæling. Þeir tengdasynir Haraldar og Ágústu í Gaðshorni, Trausti Jónsson, Hlöðver Johnsen og Bjarni keyptu Gottu og gerðu út með skipstjórn Bjarna.
Bjarni fór í land vegna vanheilinda og gerðist netagerðarmaður hjá Gottu og síðan útgerð Helga Benediktssonar. Síðan vann hann hjá Netum hf., var hjá þeim til Goss og þá hjá þeim í Reykjavík og síðan aftur í Eyjum til starfsloka.
Þau Ásta giftu sig 1935, eignuðust þrjú börn. Þau eignuðust Strandberg og bjuggu þar til 1943, er þau seldu húsið og byggðu hæð ofan á Garðshorn. Þau leigðu á efstu hæðinni í Dal meðan byggingarframkvæmdir gerðust. Í Garðshorni sátu þau síðan meðan sætt var, en húsið eyðilagðist í Gosinu.
Eftir Gos bjuggu þau í fyrstu við Faxastíg, en síðan á Foldahrauni 40 til loka.
Bjarni lést 1999 og Ásta 2005.

I. Kona Bjarna, (26. janúar 1935), var Ásta Guðmunda Haraldsdóttir frá Gaðshorni við Heimagötu 40, húsfreyja, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005.
Börn þeirra:
1. Magnús Bjarnason verkstjóri, sérhæfður starfsmaður fiskiðjuvera, f. 5. júlí 1934.
2. Ágústa Björk Bjarnadóttir Kjærnested húsfreyja, f. 2. febrúar 1939.
3. Ásta Birna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.