Ritverk Árna Árnasonar/Hávarður Birgir Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hávarður Birgir Sigurðsson.
Hávarður Birgir Sigurðsson.
Hjörleifur Guðnason og Hávarður Birgir Sigurðsson.

Kynning.

Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, Boðaslóð 2 fæddist 27. júlí 1934.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson verkamaður, f. 24. janúar 1894 á Sléttabóli í Prestbakkasókn í V-Skaft., d. 10. ágúst 1978, og kona hans Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1898 á Norðfirði, dáinn 18. september 1979.

Börn Sigurðar og Margrétar:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1918, d. 17. nóvember 1918.
2. Sigurgeir Sigurðsson yfirverkstjóri, f. 17. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 20. febrúar 1994.
3. Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 29. apríl 1924 í Hlíð, d. 18. nóvember 1987.
4. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, talsímakona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929 á Hrófbergi.
5. Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934 á Hrófbergi.

Hávarður lauk Gagnfræðaprófi 1951. Hann var fiskvinnslumaður og verkstjóri við fiskvinnslu í Eyjum, sumarmaður hjá Pósti og síma, síðar verkstjóri hjá Bænum og síðan yfirverkstjóri og stjórnaði m.a. lögn vatnsleiðslunnar til Eyja 1968 og vikurhreinsunarátakinu eftir Gos. Síðar var hann lagermaður hjá Vestmannaeyjabæ.
Hávarður tók mikinn þátt í söngstarfi, var m.a. í Samkór Vestmannaeyja og er nú í sönghópi eldri borgara.
Þau Ástríður bjuggu saman í 19 ár, en giftu sig 2002.

Kona hans, (21. desember 2002), var Ástríður Fríðsteinsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1933, d. 7. apríl 2016.
Þau áttu ekki börn saman, en hún átti uppkomin börn.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Hávarður er ókvæntur (janúar 1955).
Hann er svarthærður, fremur lágur vexti og smáger, en liðlega vaxinn og lipur í hreyfingum, hlaðinn seiglu, snar og eftirfylginn. Er vafalaust ekki enn fullþroskaður. Hann er léttlundaður og fær besta drengskaparorð frá viðlegufélögum sínum í Elliðaey, dagfarsprúður og orðvar.
Hann hefir verið frá barnæsku í Elliðaey, sagður besta veiðimannsefni, áhugasamur og gætinn við veiðar, vinnuglaður og ósérhlífinn, (skrifað samkvæmt vitnisburði félaga).
Lífsstarf Hávarðar er ýmiss konar landvinna, nú síðast í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Hávarður á vafalaust eftir að halda á lofti merki þeirra Elliðaeyinga, ef hann heldur áfram sem veiðimaður.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 170-1973.


Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Hávarður er ókvæntur (janúar 1955).
Hann er svarthærður, fremur lágur vexti og smáger, en liðlega vaxinn og lipur í hreyfingum, hlaðinn seiglu, snar og eftirfylginn. Er vafalaust ekki enn fullþroskaður. Hann er léttlundaður og fær besta drengskaparorð frá viðlegufélögum sínum í Elliðaey, dagfarsprúður og orðvar.
Hann hefir verið frá barnæsku í Elliðaey, sagður besta veiðimannsefni, áhugasamur og gætinn við veiðar, vinnuglaður og ósérhlífinn, (skrifað samkvæmt vitnisburði félaga).
Lífsstarf Hávarðar er ýmiss konar landvinna, nú síðast í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Hávarður á vafalaust eftir að halda á lofti merki þeirra Elliðaeyinga, ef hann heldur áfram sem veiðimaður.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 170-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.