Ásta Haraldsdóttir (Garðshorni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Guðmunda Haraldsdóttir.

Ásta Guðmunda Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja fæddist 26. október 1914 á Njálsgötu 39 í Reykjavík og lést 2. júní 2005.
Foreldrar hennar voru Haraldur Jónasson formaður og síðar fiskimatsmaður í Eyjum, f. 30. júní 1888, d. 27. desember 1941 og kona hans Ágústa Friðsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 10. ágúst 1977.

Börn Ágústu og Haraldar voru:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík við fæðingu, fluttist með þeim til Eyja 1915, var með þeim á Vilborgarstöðum á því ári, á Strandbergi 1916 við fæðingu Sigríðar, á Vilborgarstöðum 1917 við fæðingu Guðríðar og þar bjuggu þau til 1924.
Þau voru flutt í nýbyggt hús sitt að Garðshorni 1925.
Ásta átti heimili í Keflavík 1930, þar sem hún var vinnukona hjá móðursystur sinni, komin til Eyja 1934 við fæðingu Magnúsar.
Ásta vann árum saman við afgreiðslu í Kaupfélaginu og í Fiskiðjunni.
Þau Bjarni giftu sig 1935, eignuðust þrjú börn. Þau eignuðust Strandberg og bjuggu þar til 1943, er þau seldu húsið og byggðu hæð ofan á Garðshorn. Þau leigðu efstu hæðina í Dal á meðan byggt var. Garðshorn sátu þau síðan meðan sætt var, en húsið eyðilagðist í Gosinu.
Eftir Gos bjuggu þau í fyrstu við Faxastíg, en síðan á Foldahrauni 40 til loka.
Bjarni lést 1987 og Ásta 2005.

Maður Ástu, (26. janúar 1935), var Bjarni Gíslason Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, netagerðarmaður í Garðshorni, f. 28. september 1911 á Ísafirði, d. 9. júní 1987.
Börn þeirra:
1. Magnús Bjarnason verkstjóri, sérhæfður starfsmaður fiskiðjuvera, f. 5. júlí 1934, d. 21. nóvember 2019. Kona hans Unnur Gígja Baldvinsdóttir.
2. Ágústa Björk Bjarnadóttir Kjærnested húsfreyja, f. 2. febrúar 1939. Maður hennar Anton Örn Kærnested.
3. Ásta Birna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1945. Fyrrum maður hennar Bárður Árni Steingrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.