Guðríður Haraldsdóttir (Garðshorni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja fæddist 2. október 1917 á Vilborgarstöðum og lést 21. desember 1961.
Foreldrar hennar voru Haraldur Jónasson formaður og síðar fiskimatsmaður í Eyjum, f. 30. júní 1888, d. 27. desember 1941 og kona hans Ágústa Friðsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 10. ágúst 1977.

Börn Ágústu og Haraldar voru:
1. Ásta Guðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.

Guðríður var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum og í Garðshorni til 1938, var vinnukona hjá Þórhalli símstöðvarstjóra og Ingibjörgu 1940, vinnukona hjá Trausta Jónssyni og Ágústu systur sinni á Hásteinsvegi 9 1945.
Þau Þórarinn giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Garðshorni 1947, í Litlabæ við Strandveg 35 1949 og síðan.
Guðríður lést 1961 og Þórarinn 1984.

I. Maður Guðríðar, (10. maí 1947), var Þórarinn Þorsteinsson frá Lambhaga, verslunarmaður, kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Steina Kristín Þórarinsdóttir, f. 30. júní 1945 á Hásteinsvegi 9.
2. Ágústa Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
3. Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953 í Litlabæ.
4. Guðbjörn Þórarinsson, f. 5. maí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.