Skæringur Sigurðsson (Rauðafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Skæringur Sigurðsson.

Skæringur Sigurðsson bóndi, smiður í Hrútafellskoti og á Rauðafelli u. Eyjafjöllum fæddist þar 14. mars 1886 og lést 27. febrúar 1973.
Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bóndi, f. 10. ágúst 1851, d. 24. júní 1920, og kona hans Jakobína Steinvör Skæringsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1858, d. 8. febrúar 1917.

Börn Jakobínu og Sigurðar:
1. Árni Sigurðsson, f. 1. mars 1880, drukknaði 16. maí 1901 á leið til Eyja.
2. Sveinbjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 31. október 1884, drukknaði 16. maí 1901 á leið til Eyja.
3. Skæringur Sigurðsson bóndi á Rauðafelli, smiður, síðar í Eyjum, f. 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973.
4. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. mars 1888, d. 22. mars 1983.
5. Jóhann Björn Sigurðsson útgerðarmaður, f. 8. október 1889, d. 17. september 1972.
6. Sigurður Sigurðsson, f. 30. júní 1891, d. 9. maí 1960.
7. Sigurlína Sigurðardóttir verkakona, öryrki, f. 4. desember 1892, d. 8. október 1960.
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 7. desember 1895, d. 6. maí 1983.
9. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.
10. Árni Sveinbjörn Kjartan Sigurðsson netagerðarmaður, f. 22. október 1903, d. 13. janúar 1997.

Skæringur var með foreldrum sínum í æsku, á Rauðafelli 1890 og 1901.
Þau Kristín giftu sig 1907, eignuðust 14 börn, en eitt þeirra fæddist andvana og annað dó á fyrsta ári sínu. Þau bjuggu í Hrútafellskoti 1910, á Rauðafelli 1920 og 1931.
Kristín lést 1932.
Skæringur bjó enn á Rauðafelli 1939.
Hann brá búi 1940 og flutti til Eyja, bjó hjá Elínu systur sinni og Halldóri Jóni að Skólavegi 25 1940, var verkamaður hjá Baldvini syni sínum og Þórunni í Steinholti 1945.
Hann flutti til Víkur í Mýrdal 1949, bjó hjá Rúti syni sínum í Skuld þar og stundaði smíðar um 9-10 ára skeið, en flutti þá aftur til Eyja.
Skæringur bjó hjá Georgi syni sínum á Vegbergi 1972.
Hann flutti með Georg og fjölskyldu til Lands 1973, veiktist, var á sjúkrahúsinu á Selfossi og lést 1973, jarðsettur u. Eyjafjöllum.

I. Kona Skærings, (22. nóvember 1906), var Kristín Ámundadóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1886, d. 26. september 1932. Foreldrar hennar voru Ámundi Filippusson bóndi í Bjólu, f. þar 28. apríl 1845, d. 7. mars 1916 í Önundarholti í Flóa, og kona hans Ragnheiður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1848 í Þorlákshöfn, d. 21. september 1936 í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Sigríður Skæringsdóttir, f. 31. mars 1907, d. 26. janúar 1908.
2. Sigurþór Skæringsson bóndi á Rauðafelli, síðar verkamaður í Þorlákshöfn, f. 6. júlí 1909, d. 1. desember 2001. Kona hans Bergþóra Auðunsdóttir.
3. Aðalbjörg Skæringsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. mars 1911, d. 28. maí 1997. Maður hennar Hermann Guðjónsson.
4. Einar Skæringsson verkamaður í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004. Kona hans Guðríður Konráðsdóttir.
5. Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir verkakona, síðar í Reykjavík, f. 3. nóvember 1913, síðast í Reykjavík, d. 4. október 1994. Barnsfaðir hennar Gestur Auðunsson.
6. Baldvin Skæringsson smiður, síðar í Mosfellsbæ, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006. Kona hans Þórunn Elíasdóttir.
7. Georg Skæringsson verkamaður, síðar húsvörður, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988. Kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir.
8. Jakob Skæringsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. febrúar 1917, d. 30. ágúst 1965. Kona hans Rósa Þorsteinsdóttir, látin.
9. Sveinborg Anna Skæringsdóttir saumakona, síðar í Reykjavík, f. 15. júní 1919, d. 21. nóvember 1982.
10. Rútur Skæringsson smiður í Vík í Mýrdal, f. 29. apríl 1921, d. 7. ágúst 1997. Kona hans Guðríður Jónsdóttir.
11. Guðfinna Skæringsdóttir, f. 26. október 1922, d. 18. apríl 1925.
12. Guðmann Skæringsson smiður, síðar starfsmaður ÍSALS, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006. Kona hans Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.
13. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1927.
14. Kristinn Skæringsson skógfræðingur í Kópavogi, f. 25. apríl 1932. Kona hans Þorbjörg Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.