Elín Sigurðardóttir (Rauðafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 11. maí 1899 og lést 7. maí 1966.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinsson bóndi, f. 10. ágúst 1851, d. 24. júní 1920, og kona hans Jakobína Steinvör Skæringsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1858, d. 8. febrúar 1917.

Börn Jakobínu og Sigurðar:
1. Árni Sigurðsson, f. 1. mars 1880, drukknaði 16. maí 1901 á leið til Eyja.
2. Sveinbjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 31. október 1884, drukknaði 16. maí 1901 á leið til Eyja.
3. Skæringur Sigurðsson bóndi á Rauðafelli, smiður, síðar í Eyjum, f. 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973.
4. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. mars 1888, d. 22. mars 1983.
5. Jóhann Björn Sigurðsson útgerðarmaður, f. 8. október 1889, d. 17. september 1972.
6. Sigurður Sigurðsson, f. 30. júní 1891, d. 9. maí 1960.
7. Sigurlína Sigurðardóttir vinnukona, f. 4. desember 1892, d. 8. október 1960.
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 7. desember 1895, d. 6. maí 1983.
9. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.
10. Árni Sveinbjörn Kjartan Sigurðsson netagerðarmaður, f. 22. október 1903, d. 13. janúar 1997.

Elín var með foreldrum sínum á Rauðafelli í æsku, var með bróður sínum og nokkrum systkinum þar 1920.
Þau Halldór Jón giftu sig 1921 og fluttu til Eyja sama ár, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Höfðabrekku við Faxastíg 15, byggðu Skólaveg 25 og bjuggu þar frá 1927, en síðar í Stigahlíð 14 í Reykjavík.
Elín lést 1966.
Halldór Jón bjó síðast hjá Sigríði dóttur sinni í Hrauntungu 27 í Kópavogi.
Hann lést 1972.

I. Maður Elínar, (24. júlí 1921), var Halldór Jón Einarsson verkstjóri, útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1894 í Garðakoti u. Eyjafjöllum, d. 11. október 1972.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1977. Maður hennar Ingibergur Sæmundsson.
2. Einar Halldórsson skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 2. júní 1923, d. 7. júní 2007. Kona hans Sigrún Þuríður Bjarnadóttir
3. Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður, f. 19. maí 1929, d. 6. júlí 2009. Fyrri maður hennar Jón Atli Jónsson. Síðari maður hennar Haukur Benediktsson Gröndal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.