Ósk Alfreðsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 23. desember 1940 og lést 30. desember 2022.
Foreldrar hennar voru Alfreð Washington Þórðarson verkamaður, tónlistarmaður, f. 21. október 1912 í Reykjavík, d. 2. janúar 1994, og sambúðarkona hans Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1914 í A.-Landeyjum, d. 20. ágúst 1962.

Börn Jónínu og Alfreðs:
1. Bjarnfríður Ósk verzlunarmaður í Hafnarfirði, f. 23. desember 1940.
2. Alfreð Óskar húsasmíðameistari í Eyjum, f. 21. júlí 1942.
3. Árný Freyja húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1943, d. 20. janúar 2020.
4. Ármann Þráinn starfsmaður í Straumsvík, f. 31. desember 1943.
5. Jónína Steinunn í Hafnarfirði, ritari, f. 1. apríl 1945.
Börn Alfreðs:
6. Þorsteinn Þórir Alfreðsson lögreglufulltrúi, f. 30. júlí 1931, d. 11. mars 1998.
7. Sveinbjörn (Alfreðsson) Benediktsson starfsmaður í Álverinu, f. 1. janúar 1933, d. 2. febrúar 1997. Hann varð kjörsonur Benedikts Guðjónssonar.

Ósk var með foreldrum sínum í æsku. Hún vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf.
Í Hafnarfirðir vann Ósk við fiskiðnað og síðan vann hún hjá Fjarðarkaupum í 27 ár.
Þau Guðmann giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Landamótum við Vesturveg 3A 1960, keyptu neðri hæðina á Vestari-Vesturhúsum um 1962, bjuggu þar uns þau fluttu í Hafnarfjörð 1968, bjuggu á Laufvangi 12.
Guðmann lést 2006. Ósk bjó við Sólvangsveg 3 í Hafnarfirði.
Hún lést 2022.

I. Maður Óskar, (5. júní 1960), var Guðmann Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, smiður, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006.
Börn þeirra:
1. Jóna Birna Guðmannsdóttir ritari, f. 8. júní 1957. Maður hennar Sveinn Gunnarsson.
2. Inga Kristín Guðmannsdóttir leikskólakennari, f. 29. mars 1960. Maður hennar Kristinn Þór Ásgeirsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.