Einar Skæringsson
Einar Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, bifreiðastjóri, verkamaður fæddist 16. júní 1912 og lést 10. mars 2004.
Foreldrar hans voru Skæringur Sigurðsson bóndi, f. þar 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973, og kona hans Kristín Ámundadóttir frá Bjólu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1886, d. 26. september 1932.
Börn Kristínar og Skærings:
1. Sigríður Skæringsdóttir, f. 31. mars 1907, d. 26. janúar 1908.
2. Sigurþór Skæringsson bóndi á Rauðafelli, síðar verkamaður í Þorlákshöfn, f. 6. júlí 1909, d. 1. desember 2001. Kona hans Bergþóra Auðunsdóttir.
3. Aðalbjörg Skæringsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. mars 1911, d. 28. maí 1997. Maður hennar Hermann Guðjónsson.
4. Einar Skæringsson verkamaður í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004. Kona hans Guðríður Konráðsdóttir.
5. Ásta Ragnheiður Skæringsdóttir verkakona, síðar í Reykjavík, f. 3. nóvember 1913, síðast í Reykjavík, d. 4. október 1994. Barnsfaðir hennar Gestur Auðunsson.
6. Baldvin Skæringsson smiður, síðar í Mosfellsbæ, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006. Kona hans Þórunn Elíasdóttir.
7. Georg Skæringsson verkamaður, síðar húsvörður, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988. Kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir.
8. Jakob Skæringsson verkamaður í Reykjavík, f. 2. febrúar 1917, d. 30. ágúst 1965. Kona hans Rósa Þorsteinsdóttir, látin.
9. Sveinborg Anna Skæringsdóttir saumakona, síðar í Reykjavík, f. 15. júní 1919, d. 21. nóvember 1982.
10. Rútur Skæringsson smiður í Vík í Mýrdal, f. 29. apríl 1921, d. 7. ágúst 1997. Kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.
11. Guðfinna Skæringsdóttir, f. 26. október 1922, d. 18. apríl 1925.
12. Guðmann Skæringsson smiður, síðar starfsmaður ÍSALS, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006. Kona hans Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.
13. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1927.
14. Kristinn Skæringsson skógfræðingur í Kópavogi, f. 25. apríl 1932. Kona hans Þorbjörg Jóhannesdóttir.
Einar var með foreldrum sínum á Rauðafelli til ársins 1932, er móðir hans lést. Hann var með föður sínum 1936, farinn 1938, var bifreiðastjóri í Eyjum 1940, síðar verkamaður við Vinnslustöðina.
Þau Guðríður bjuggu á Sólheimum við Njarðarstíg 15 1940, í Baldurshaga við Vesturveg 5a 1945 og enn 1972, en fluttu til Reykjavíkur 1973.
Þau bjuggu í fyrstu á Skólavörðustíg 25, en síðan á Framnesvegi 28.
Einar lést 2004 og Guðríður 2005.
I. Kona Einars var Guðríður Konráðsdóttir frá Ólafsvík, húsfreyja, f. 28. maí 1914, d. 16. nóvember 2005. Foreldrar hennar voru Konráð Konráðsson, f. 14. júní 1870, d. 16. apríl 1917, og Jóhanna Guðrún Þórðardóttir, f. 25. maí 1878, d. 8. desember 1931.
Börn þeirra:
1. Þráinn Einarsson fjármálastjóri, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, umboðsmaður, f. 20. nóvember 1942. Hann var kjörsonur. Kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir.
2. Rúnar Guðjón Einarsson sjómaður á Hámundarstöðum í Vopnafirði, f. 22. júní 1953, d. 3. nóvember 2023. Barnsmóðir hans Elsa Hákonardóttir. Kona hans Gunnhildur Steinvör Ásmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.