Sjöfn Benónýsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir.

Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg við Víðisveg 9.
Foreldrar hennar voru Benóný Friðriksson skipstjóri, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.

Börn Katrínar og Benónýs:
1. Sævar Benónýsson sjómaður, skipstjóri, f. 11. febrúar 1931 í Árdal, d. 15. janúar 1982.
2. Jóna Sigríður Benónýsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1935 í Jómsborg, d. 20. júlí 1984 í Keflavík.
3. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg.
4. Oddný Jóhanna Benónýsdóttir, f. 26. júlí 1939 í Jómsborg, d. 28. júlí 1995, grafin í Fljótshlíð.
5. Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941 í Stafnsnesi.
6. Benóný Benónýsson, f. 29. desember 1947 í Sóleyjarhlíð, Hásteinsvegi 45.
7. Sigurður Grétar Benónýsson, f. 14. febrúar 1950 í Sóleyjarhlíð, Hásteinsvegi 45. Hann býr í Reykjavík.
8. Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir, f. 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð, Hásteinsvegi 45. Hún býr í Keflavík.

Sjöfn var með foreldrum sínum.
Hún vann í Þvottahúsinu og í fiskvinnslu, síðar var hún húsfreyja og vann við bókhald við rekstur þeirra hjóna.
Árið 2014 voru hjónin Gísli Matthías og Sjöfn Kolbrún útnefnd Eyjamenn ársins af Eyjafréttum.
Þau Gísli giftu sig 1960, eignuðust 7 börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Faxastíg 47, sem þau byggðu.
Gísli lést 2020.

I. Maður Sjafnar, (á Sjómannadaginn 1960), var Gísli Matthías Sigmarsson frá Byggðarenda við Brekastíg 15a, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 6. október 1937, d. 6. júní 2020.
Börn þeirra:
1. Sigmar Gíslason skipstjóri, f. 27. desember 1957 í Eyjum. Kona hans Ásta Kristmannsdóttir.
2. Katrín Gísladóttir veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Slippurinn“, f. 1. mars 1960. Maður hennar Auðunn Stefnisson frá Siglufirði.
3. Benóný Gíslason sjómaður, vaktmaður, tækjamaður, f. 27. júlí 1962. Kona hans Jóna Helgadóttir.
4. Grímur Þór Gíslason veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Grímur kokkur“, f. 22. desember 1964. Kona hans Ásta María Ástvaldsdóttir.
5. Gísli Matthías Gíslason, sjómaður, þyrluflugmaður, f. 15. maí 1973. Kona hans Jóna Kristjánsdóttir.
6. Sigurður Friðrik Gíslason veitingamaður, rekur fyrirtækið ,,Gott“, f. 2. mars 1975. Kona hans Berglind Sigmarsdóttir.
7. Frosti Gíslason iðntæknifræðingur, verkefnastjóri, f. 13. desember 1977. Kona hans Ingibjörg Grétarsdóttir. Fósturbarn frá 14 ára aldri:
8. Sigmar Þór Sveinbjörnsson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, umdæmisstjóri hjá Siglingastofnun Íslands, f. 23. maí 1946. Kona hans Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. júní 2020. Minning Gísla.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjöfn.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.