Friðrik Benónýsson (yngri)
Friðrik Gissur Benónýsson frá Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 14. nóvember 1941 í Stafnesi við Heiðarveg 31.
Foreldrar hans voru Benóný Friðriksson skipstjóri, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.
Börn Katrínar og Benónýs:
1. Sævar Benónýsson sjómaður, skipstjóri, f. 11. febrúar 1931 í Árdal, d. 15. janúar 1982.
2. Jóna Sigríður Benónýsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1935 í Jómsborg, d. 20. júlí 1984 í Keflavík.
3. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg.
4. Oddný Jóhanna Benónýsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1939 í Jómsborg, d. 28. júlí 1995.
5. Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941 í Stafnesi.
6. Benóný Benónýsson útgerðarmaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. desember 1947 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45.
7. Sigurður Grétar Benónýsson hárgreiðslumeistari, f. 14. febrúar 1950 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45. Hann býr í Hafnarfirði.
8. Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, d. 4. júlí 2019. Hún bjó í Keflavík.
Friðrik var með foreldrum sínum í æsku, í Stafnesi og Sóleyjarhlíð.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959.
Friðrik varð sjómaður 12-13 ára, ráðinn háseti 14 ára. Hann reri í byrjun með föður sínum, en varð skipstjóri á eigin bát, Gullborginni VE 38 1973 og til starfsloka.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt á öðru ári þess. Þau búa í Hrauntúni.
I. Kona Friðriks er Ragnheiður Alfonsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 25. febrúar 1950 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ragna Jenný Friðriksdóttir, f. 8. nóvember 1973, d. 3. júní 1975.
2. Ragna Jenný Friðriksdóttir kennari í Hafnarfirði, f. 26. nóvember 1975 í Reykjavík. Maður hennar Garðar Sigþórsson.
3. Oddný Friðriksdóttir ökukennari, f. 24. janúar 1978. Fyrrum sambúðarmaður hennar Guðmundur Björnsson. Fyrrum maður hennar Jóhann Ingi Guðmundsson.
4. Benóný Friðriksson sjómaður, verkamaður, f. 25. apríl 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.