Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1981/Sjómannadagurinn 31. maí og 1. júní 1980

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 31. maí og 1. júní 1980


Mannfjöldi á Stakkagerðistúni tók þátt í hátíðahöldunum í fyrra.

Hátíðahöld sjómannadagsins hófust á kappróðri kl. 13.00 og úrslit urðu þessi:

Endaspretturinn
Óskar Kristinsson skipstjóri og útgerðarmaður á Sigurbáru tekur á móti sínum verðlaunum.

I. riðill, fyrirtæki:
1.Vinnslustöðin (konur), stýrimaður Georg Þ. Kristjánsson. Tími 2,41,2.
2.Ísfélag (konur), stýrimaður Þráinn Óskarsson. Tími 2,43,0.
3.Fiskiðja (konur), stýrimaður Jón Ægisson. Tími 2,49,1.

II. riðill, fyrirtæki:
1.Ísfélag (karlar), stýrimaður Jón Oddsson. Tími 2,08,0.
2.Fiskiðja (karlar), stýrimaður Atli Sigurðsson. Tími 2,11,0.
3.Vinnslustöðin (karlar), stýrimaður Stefán G. Gunnarsson. Tími 2,16,2.

III. riðill, Fyrirtæki + unglingar:
1.Piparsveinar, stýrimaður Georg Þ. Kristjánsson. Tími 2,08,9.
2.Steypustöð VE, stýrimaður Jóhannes Kristinsson. Tími 2,11,2.

IV. riðill, félög sjómanna:
1.Hásetar, stýrimaður Valur Valsson. Tími 2,06,2.
2.Vélstjórar, stýrimaður Ágúst Guðmundsson. Tími 2,11,4.

V. riðill:
1.Pipartáningar, stýrimaður Þór Engilbertsson. Tími 1,59,9.
2.Gullberg, stýrimaður Ólafur M. Sigurmundsson. Tími 2,07,5.

Síðan var sýnd björgun manna úr sjó með björgunarneti Markúsar B. Þorgeirssonar.
Ekki var hægt að hafa fleira þennan dag í Friðarhöfn vegna jarðarfarar Steingríms Arnars, sem nýlega var látinn eftir mjög mikil og erfið veikindi.
Steingrímur Arnar var okkur að góðu kunnur meðal annars vegna ritstjórnar sinnar á Sjómannadagsblaðinu í 2 ár.
Kl. 22 var dansleikur í báðum húsum til kl. 2 um nóttina.

Frá vinstri: Elías Sveinsson skipstjóri heiðraður af S.S.Verðandi. Sigurður Jónsson vélstjóri heiðraður af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. Einar J. Gíslason, sem stjórnaði afhendingu verðlauna og heiðursskjala á þann hátt, sem honum einum er lagið.
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum flutti ræðu dagsins
Eyjólfur Pétursson skipstjóri á Vestmannaey hefur tekið á móti sínum verðlaunum. Sverrir Gunnlaugsson til vinstri.
Elínborg Jónsdóttir frá Laufási tekur á móti aflakóngsverðlaunum fyrir mann sinn Guðjón Pálsson skipstjóra á Gullbergi. - Það er álit flestra að undanfarin ár hafi enginn verið eins mikið á sætrjánum og Guðjón skipstjóri á Gullbergi. Árangur hans er líka stórkostlegur eða aflakóngur yfir árið í Vestmannaeyjahöfn á skipum sinnar gerðar 1975 og síðar. Það sannar mikla veru Guðjóns á sjónum að aftur á sjómannadegi 1981 mun Elínborg taka við verðlaunum Guðjóns og aðstandendur þessa blaðs hafa ekki getað náð að ræða við hann í stuttum inniverum, því þá fer tími hans í útréttingar í bankanum
Sigurjón Óskarsson fiskikóngur á Þórunni Sveinsdóttur undanfarin ár ásamt eiginkonu, Sigurlaugu Alfreðsdóttur.

Sunnudagurinn 1. júní '80.
Dagskráin hófst með leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja við Samkomuhúsið. Þá setti Logi Snædal Jónsson hátíðina og eftir það fór skrúðganga að Landakirkju og lék Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir göngunni. Næst var sjómannamessa í Landakirkju og messaði Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Að lokinni messu minntist Einar J. Gíslason látinna sjómanna. Að lokum söng Sigurður Björnsson einsöng.
Kl. 16 hófst skemmtun á Stakkagerðistúni með því að Lúðrasveitin lék nokkur lög. Ræðu dagsins hélt Guðjón Ármann Eyjólfsson. Þá voru aldraðir sjómenn heiðraðir: s/s Verðandi: Elías Sveinsson.
Vélstjórafél. Vestm.eyja: Sigurður Jónsson. Sjómannafél. Jötunn: Baldur Sigurlásson. Síðan voru nokkur skemmtiatriði og komu þar fram Guðmundur I. Guðmundsson, Halli & Laddi og Jörundur.
Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir unnin afrek frá deginum áður.
Kl. 20.30 um kvöldið var haldin skemmtun í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og komu þar fram skemmtikraftarnir Halli Laddi og Jörundur, Guðmundur I. Guðmundsson, Baldur Brjánsson, hljómsveitin Musica Nostra, einnig sungu Sigurður Björnsson og Siglinde Kahlmann. Síðast voru aflakóngar heiðraðir. Heiðraðir voru:
Fiskikóngur: Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401.
Fyrir mesta aflaverðmæti: Guðjón Pálsson og áhöfn hans á Gullbergi VE 292.
Aflahæstur togbáta: Sigurbára VE 249, skipstjóri Óskar Kristinsson.
Aflahæsti togari: Vestmannaey VE 54, skipstjóri Eyjólfur Pétursson.
Dúxi Stýrimannaskólans, Guðjóni Guðjónssyni var afhent Verðandiúrið.
Eftir kvöldskemmtunina var haldinn dansleikur í Samkomuhúsi Vestmannaeyja.
Vegna lítillar þátttöku var dansleik í Alþýðuhúsinu aflýst.
Ritari: Sigurður G. Þórarinsson.