Kjartan Örn Sigurbjörnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Katrín og Kjartan

Kjartan Örn Sigurbjörnsson var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1975 til 1990. Kjartan er fæddur 23. október 1948 á Siglufirði. Foreldrar hans eru Sigurbjörn, verkamaður á Siglufirði, Sveinsson, Sveinssonar og Guðrún, sjúkraþjálfari, Þorbjörnsdóttir, sjómanns í Vestmannaeyjum, Arnbjörnssonar.

Kjartan er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1968 og cand. theol. frá Háskóla Íslands árið 1974. Settur kennari við Gagnfræðaskólann á Akranesi veturinn 1974-1975. Settur annar sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1975 og skipaður sóknarprestur 23. júní 1976 og gegndi embættinu einn upp frá því. Kjartan er talinn traustur embættismaður og kennimaður góður. Kjartan er nú sérþjónustuprestur í Reykjavík. Kona hans er Katrín Þórlindsdóttir, skipstjóra á Eskifirði, Magnússonar.Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.