Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Grunnmælingar í Vestmannaeyjum
Nokkrar leiðbeiningar fyrir formenn
1. OLGUKLAKKUR: Dýpi 14 m. Mið þar:Blátindur á milli Álseyjar og Brands, þó heldur meira til hans, eða Hetta á Heimakletti við austurkantinn á Brandinum.
2. EINARSKLAKKUR: Dýpi 20 m. Mið þar: Þúfuskerið hálft vestur undan Geldungnum og Ufsaberg norður undan Álsey. Þessi 2 grunn eru með þeim hættulegustu, þar sem þau eru á mjög fjölfarinni siglingaleið.
3. HUNDASKERIN (tvö): Dýpi 5—6 m, liggja ca. hálfa sjómílu inn í sundið milli Geldungs og Helliseyjar. Mið: Geirfuglasker austast í sundið milli Hundaskerja og Þúfuskersins.
4. VESTASTA SVIÐ: Dýpi 23 in. Mið þar: Hundaskerið við Súlnasker og Yztiklettur við Álsey að norðan.
5. ÞORSTEINSBOÐI: Dýpi 22 m. Mið þar: Hálf brekkan á Suðurey vestur undan Álsey og Hrauney við Ufsaberg.
6. [[Hvítbjarnarboði|HVÍTBJARNARBOÐl)): Dýpi 14 m. Mið þar: Sér á Suðurey vestur undan Álsey og stærsti Þrídrangurinn í Þríhyrning.
7. ÁSUGRUNN: Dýpi 16 m. liggur ca. hálfa sjómílu A:NA af Einidrang (sást ekki til miða þá mælt var).
8. LITLI BOÐI: Dýpi 12 m. Mið þar: Þúfudrangurinn í skarðið á Klofadrangnum og Grasgeiri norðvestan í Helgafelli (Flögt-um) við Hænu að vestan.
9. ÞOKUKLAKKUR: Dýpi 28 m. Mið þar: Þjófanef í Háhrygginn á Suðurey og Latur breidd sína í Elliðaey að sunnan.
10. BREKl fyrir vestan: Dýpi 14 m. Mið þar: Sér á Hellisey vestur undan Álsey og Hæna við Ufsaberg.
11. HÆNUKLAKKUR: Dýpi 18 m. Mið þar: Sér á Brandinn austur undan Álsey og Hæna og Halldórsskora jafnjaðra að neðan.
12. GVENDARKLAKKUR: Dýpi 37 m. Mið þar: Latur í Kerlingarhól og Hellisey vel laus vestur undan Álsey.
13. SANDAGRUNN: Dýpi 14 m. Mið þar: Sauðagata á Suðurey við Dalfjall að vestan og Búðarhóll í Dímon.
14. INGIMUNDARKLAKKUR: Dýpi 23 m. Mið þar: Steinninn á Elliðaey í Búnka á sömu eyju, og Hraunhóllinn við Heimaklett að vestan.
15. RÓUBOÐI: Dýpi 12 m. Mið þar: Háubúr á Sæfjalli við Bjarnarey að austan, og hæsti tindurinn á Faxa við Kirkjuhausinn á Elliðaey.
Ég hef ekki minnzt á Hundaskersklakkinn og ((Bræðrabreki|Bræðrabreka]] vegna þess, að þessi grunn fundust ekki nálægt þeim stað, sem þau voru mörkuð á kortinu, en með því er ekki sagt, að þessi grunn, og að líkindum fleiri, séu ekki í kringum Eyjar, og væri æskilegt, að sjómenn yfirleitt veittu þessu meiri athygli en gert hefur verið áður, því að hafa rétt og nákvæm sjókort er eitt með því allra nauðsynlegasta, sem sjómenn verða að krefjast.
26. janúar 1930.
Þorsteinn Jónsson