Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Eyjólfsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Eyjólfsson.

Kynning.
Guðjón Eyjólfsson bóndi Norðurbæ á Kirkjubæ fæddist 9. mars 1892 og lést 14. júlí 1935.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson bóndi í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, síðar á Kirkjubæ, f. 6. ágúst 1835 og lést 2. febrúar 1897 og kona hans Jórunn Skúladóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 26. nóvember 1835 á Skeiðflöt í Mýrdal, d 3. júlí 1909.
Faðir Jórunnar var Skúli Markússon móðurbróðir Kristínar á Búastöðum, og Margrét Gísladóttir frá Pétursey, kona Skúla, var föðursystir Kristínar á Búastöðum.
Kona Guðjóns var Halla Guðmundsdóttir, f. 4. september 1875, d. 6. september 1939.
Börn Guðjóns og Höllu voru:
1. Guðmundur, f. 28. apríl 1900, drukknaði 16. desember 1924.
2. Jóhann Eyjólfur, f. 20. desember 1901, drukknaði 20. ágúst 1924.
3. Gunnar Guðjónsson, f. 12. október 1903, d. 21. nóvember 1903.
4. Kristinn Guðjónsson, f. 7. október 1904, d. 18. október 1904.
5. Gunnar, f. 6. desember 1905, drukknaði 6. febrúar 1938.
6. Sigrún, f. 9. júlí 1907, d. 20. júní 1967.
7. Þórdís húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995, kona Sigurðar Bjarnasonar.
8. Jórunn Ingunn, f. 14. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1995, kona Guðmundar Guðjónssonar.
9. Þórarinn, f. 20. janúar 1912, d. 7. maí 1992, ókvæntur.
10. Gísli, f. 20. janúar 1914, drukknaði 6. febrúar 1938.
11. Lilja, f. 16. október 1915, d. 10. mars 1921.
12. Emma Kristín Reyndal húsfreyja, verslunarkona á Akranesi, f. 25. janúar 1917, d. 25. október 2001. Hún varð kjörbarn Jóhanns Péturs Reyndals bakarameistara í Tungu og konu hans Halldóru Guðmundu Kristjánsdóttur Reyndal húsfreyju.
13. Andvana drengur, f. 4. mars 1918.
14. Kjartan, f. 22. apríl 1919, d. 3. maí 1919.


Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Guðjón Eyjólfsson bjó góðu búi á Kirkjubæ jafnframt því að stunda útgerð, fisk- og fuglaveiðar af mesta kappi. Hann var einn af þeim er slyngastir voru í fuglaveiðum og fjallgöngum.
Hann var tæplega meðalmaður að hæð en þrekinn vel, enda góður styrkleikamaður og lipur eins og köttur í öllum átökum og hreyfingum.
Lengst af var Guðjón til fugla í Suðurey í viðlegum en við bjarggöngur í mörgum öðrum úteyjum við ógleymanlegan orðstír.
Synir Guðjóns voru orðlagðir hreystimenn til allra hluta og lipurmennsku. En aðeins skamma stund naut hann þeirra því að fjórir þeirra drukknuðu á blómaskeiði lífsins og var honum sár harmur að þeim öllum sem vænta mátti. En eftirlifandi börn þeirra hjóna sýndu þeim rómaða gæsku til hinstu stundar og gerðu sitt ýtrasta til að létta þeim harma þeirra. Þau hjónin nutu almennra vinsælda enda hollvinir vina og vandamanna.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðjón Eyjólfsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Æviskrár Akurnesinga. Ari Gíslason. Sögufélag Borgfirðinga 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.