Ritverk Árna Árnasonar/Fyrstu viðlegukofar í Hellisey, Geldungi og Brandi

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search




Úr fórum Árna Árnasonar


Viðlegukofar í Hellisey, Geldungi og Brandi


Viðlegukofi var fyrst byggður í Hellisey árið 1924 af þeim Eyjólfi Gíslasyni, Guðna Jónssyni og Guðjóni Tómassyni.
Veggir voru allir hlaðnir úr torfi og móbergi, en þak járnklætt á trébita.
Þá voru þeir eina viku í eynni. Árið eftir voru þeir aftur í Hellisey og dvöldu þar í hálfan mánuð við lundaveiðar.

—————————


Í Geldungi var fyrst legið við til lundaveiða árið 1926, og voru það þeir Eyjólfur Gíslason, Bergur Guðjónsson, Kirkjubæ og Jón Magnússon, Kirkjubæ.
Þeir veiddu alls 330 lunda á 3 dögum. Þeir lágu í tjaldi, er leit þannig út [hér er rissmynd í handriti] og reyndist allgott. Það var svonefnt indíánatjald, á þrem súlum, er mættust allar upp úr mæni tjaldsins.

—————————


Fyrsta kofa í Brandi byggðu þeir Gísli Fr. Johnsen, James White, Björgvin, Arngrímur Sveinbjörnsson, Kirkjubæ, Jón Í. Sigurðsson, Látrum.
Kofinn var mjög lágur, ekki manngengur, ein stór flatsængurkoja með bita undir miðju. Strigi strengdur milli bita. Áður var legið í tjaldi á Rauðhamri.
Brandskofinn var síðar lagfærður, af þeim Jóni Í. Sigurðssyni, Jónasi Sigurðssyni, Hjálmari frá Dölum, þannig, að þeir dyttuðu að honum úti og klæddu innan með striga. Ekki var þó kofinn hækkaður neitt þá, og var hann mjög lágur og ekki manngengur uppréttum fótum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit