Guðfinna Sigbjörnsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Sigbjörnsdóttir frá Þorlaugargerði, ráðskona fæddist 15. nóvember 1903 á Löndum og lést 1. maí 1967.
Foreldrar hennar vor Sigbjörn Björnsson, þá vinnumaður á Oddsstöðum, síðar á Ekru, f. 8. september 1876 að Loftsölum í Mýrdal, d. 21. maí 1962, og barnsmóðir hans Kristín Magnúsína Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, vinnukona, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.

Móðurbróðir Guðfinnu var Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði.
Guðfinna ólst upp hjá Jóni og konu hans Rósu Eyjólfsdóttur húsfreyju.
Börn Jóns og Rósu voru:
1. Októ Ármann, f. 15. desember 1900, d. 1. desember 1933.
2. Laufey Kristín Jórey Jónsdóttir|Laufey Kristín Jóney, f. 8. júní 1910, d. 9. júní 1936.
Fósturbörn þeirra Rósu:
3. Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum, systursonur Jóns, f. 2. ágúst 1903, d. 12. febrúar 1967.
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir, f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967.
5. Ársól Svafa Sigurðardóttir, f. 29. janúar 1917, d. 21. janúar 1995. Hún var dóttir Kristínar Magnúsínu og var hálfsystir Guðfinnu.

Guðfinna ólst upp Jóni móðurbróður sínum og Rósu Eyjólfsdóttur konu hans til fullorðinsára. Þegar Jón féll frá 1932 hélt Rósa heimili og búskap áfram og dvaldi Guðfinna og Ársól Svava áfram með henni.
Rósa féll frá 1944. Guðfinna var verkakona til heimilis í Eystra-Þorlaugargerði 1945. Hún varð ráðskona hjá Kristni Ástgeirssyni á Miðhúsum eftir að kona hans Jensína María Matthíasdóttir lést 1947.
Guðfinna lést 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.