Pétur Steingrímsson (lögreglumaður)
Pétur Steingrímsson sjómaður, lögreglumaður fæddist 14. janúar 1957 á Faxastíg 31.
Foreldrar hans voru Steingrímur Arnar flugvallarstjóri, f. 19. júlí 1930 á Siglufirði, d. 20. maí 1980, og kona hans Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1927 í Eyjum, d. 12. júní 1983.
Börn Eyglóar og Steingríms:
1. Einar Steingrímsson flugumferðastjóri, f. 22. desember 1951.
2. Pétur Steingrímsson lögreglumaður, f. 14. janúar 1957.
3. Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, f. 6. júní 1960.
4. Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. ágúst 1969, d. 7. júlí 2002.
Pétur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Hagaskóla í Rvk, stundaði nám í Iðnskólanum í Eyjum í tvo vetur, lauk fyrri önn í Lögregluskólanum 1988 og seinni önn 12. maí 1989., sótti endurmenntunarnámskeið 12. maí 1990 og símenntunarnámskeið 1994.
Hann var sjómaður frá 17 ára aldri, á fiskiskipum og Herjólfi frá 1976-1985, vann ýmis störf í landi milli vertíða.
Pétur varð lögreglumaður í Eyjum 1985, varðstjóri frá 9. júní 1997.
Hann var í stjórn Sjómannafélagsins Jötuns, í stjórn Týs og ritstýrði Félagsblaði Týs í þrjú ár. Pétur hefur unnið í stjórn Lögreglufélags Vestmannaeyja, þar af formaður 1991-1993. Hann var í handknattleiksráði ÍBV 1991-1997, formaður íþróttadeildar lögreglunnar í Eyjum frá stofnun til 1989.
Pétur er frístundabóndi.
Þau Guðbjörg giftu sig 1978, eignuðust eitt barn. Þau búa við Kirkjuveg 31.
I. Kona Péturs, (7. janúar 1978), er Guðbjörg Sigurgeirsdóttir tannsmiður, kennari, f. 25. september 1959 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Arnar Pétursson, f. 5. júlí 1976. Sambúðarkona hans Minna Björk Ágústsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Lögreglan á Íslandi: stéttartal og saga. Þorsteinn Jónsson, Útg. Byggðir og bú, 1997.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.