Eygló Einarsdóttir (Faxastíg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Eygló Einarsdóttir.

Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja fæddist 19. september 1927 í Laugardal og lést 12. júní 1983.
Foreldrar hennar voru Einar Ingvarsson frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. 10. október 1891, d. 18. maí 1968, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. febrúar 1898, d. 29. nóvember 1980.

Börn Einars og Guðrúnar:
1. Jóhanna Eygló Einarsdóttir, f. 19. september 1927 í Laugardal, d. 12. júní 1983.
2. Ástþór Ingvi Einarsson, f. 18. júní 1930 í Skálholti eldra, d. 9. júní 2018.

Eygló var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Laugardal, Skálholti eldra 1930 og á Faxastíg 31 1940 og síðan fram að hjúskap.
Hún tók virkan þátt í íþróttum, var í liði Týs í handbolta, var félagi í skátafélaginu Faxa.
Eygló stundaði nám í Húsmæðraskóla Akureyrar.
Hún vann hjá Helga Benediktssyni og við fiskiðnað.
Þau Steingrímur giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu húsið við Faxastíg 39 ásamt Ástþóri bróður Eyglóar og þar bjuggu þau til Goss. Í Gosinu bjuggu þau á Reykjavíkursvæðinu, fyrst í Hafnarfirði og síðan á Grenimel í Reykjavík.
Þau fluttust síðan á Faxastígin að nýju.
Steingrímur lést 49 ára gamall 1980 og Eygló 1983.

I. Maður Eyglóar, (10. október 1951), var Steingrímur Arnar Friðvinsson vélstjóri, kennari, flugvallarstjóri, f. 18. júlí 1930 á Siglufirði, d. 20. maí 1980.
Börn þeirra:
1. Einar Steingrímsson flugumferðastjóri, f. 22. desember 1951.
2. Pétur Steingrímsson lögreglumaður, f. 14. janúar 1957.
3. Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, f. 6. júní 1960.
4. Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. ágúst 1969, d. 7. júlí 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.