Guðbjörg Sigurgeirsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, tannsmiður, framhaldsskólakennari fæddist 25. september 1959.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Kristjánsson búfræðingur, bústjóri, lögregluþjónn, forstjóri, f. 30. júlí 1916, d. 5. júní 1993, og kona hans Björg Ágústsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1923, d. 30, september 2005.

Börn Bjargar og Sigurgeirs:
1. Elín Ágústa ritari velferðarráðherra, er fædd í Laugardælum þann 20. maí 1948. Fyrrum maður hennar Skúli Sigurðsson. Maður hennar er Gunnar Briem, kerfisfræðingur, fæddur 25. apríl 1951.
2. Kristján kerfisfræðingur er fæddur í Laugardælum þann 8. janúar 1950. Hann var kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur bankastarfsmanni, fædd 8. september 1951, d. 25. maí 2014.
3. Yngvi Sigurður skipstjóri er fæddur í Vestmannaeyjum þann 6. desember 1955. Kona hans er Oddný Garðarsdóttir meðhjálpari við Landakirkju, fædd 14. febrúar 1956.
4. Guðbjörg framhaldsskólakennari er fædd í Vestmannaeyjum 25. september 1959. Maður hennar er Pétur Steingrímsson lögregluvarðstjóri, fæddur 14. janúar 1957.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf sem unglingur t.d. við hreinsun á bænum og fiskvinnslu.
Hún varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1984, lærði við Tannsmiðaskóla Íslands og vann við tannsmíðar í Vestmannaeyjum frá 1992-2001. Hún söðlaði um og starfaði sem blaðamaður á Fréttum í Vestmannaeyjum frá 2000 - 2012. Meðfram vinnu stundaði hún nám í íslensku við Hí og í framhaldi af því kennsluréttindanám við sama skóla. Guðbjörg hefur starfað við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum frá 2012.

Þau Pétur giftu sig 1978, eignuðust eitt barn. Þau búa við Kirkjuveg 31.

I. Maður Guðbjargar, 1978, er Pétur Steingrímsson, lögreglumaður, lögregluvarðstjóri, f. 14. janúar 1957.
Barn þeirra:
1. Arnar Pétursson, framkvæmdastjóri Leo freshfish, f. 5. júlí 1976. Kona hans Minna Björk Ágústsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.