Guðrún Steingrímsdóttir (Faxastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Steingrímsdóttir, húsfreyja fæddist 6. ágúst 1969 og lést 7. júlí 2002.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Arnar flugvallarstjóri, f. 19. júlí 1930 á Siglufirði, d. 20. maí 1980, og kona hans Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1927 í Eyjum, d. 12. júní 1983.

Börn Eyglóar og Steingríms:
1. Einar Steingrímsson flugumferðastjóri, f. 22. desember 1951.
2. Pétur Steingrímsson lögreglumaður, f. 14. janúar 1957.
3. Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, f. 6. júní 1960.
4. Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. ágúst 1969, d. 7. júlí 2002.

Guðrún var með foreldrum sínum, en þau létust, er hún var enn á barnsaldri. Hún var hjá Pétri bróður sínum í fimm ár og síðan Gunnari bróður sínum í þrjú ár.
Hún eignaðist barn með Ómari 1990.
Hún eignaðist barn með Ragnari Þór 1993.
Þau Haraldur hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau fluttu á Selfoss 2001, bjuggu við Grashaga.
Guðrún lést 2002.

I. Fyrrum sambúðarmaður Guðrúnar er Ómar Valur Eðvaldsson, f. 13. október 1961. Foreldrar hans Eðvald Eyfjörð Friðriksson, f. 8. október 1937, og Erla Traustadóttir, f. 8. mars 1934.
Barn þeirra:
1. Gunnar Már Ómarsson, f. 26. maí 1990.

II. Barnsfaðir Guðrúnar er Ragnar Þór Gunnarsson, f. 17. september 1966.
Barn þeirra:
2. Arnar Jóhann Ragnarsson, f. 25. júlí 1993.

III. Sambúðarmaður Guðrúnar er Haraldur Tryggvi Snorrason, stýrimaður, f. 12. janúar 1969. Foreldrar hans Snorri Jens Ólafsson, f. 29. ágúst 1944, d. 5. október 2015, og Þuríður Elínborg Haraldsdóttir, f. 25. mars 1945, d. 22. september 2019.
Barn þeirra:
3. Þuríður Eygló Haraldsdóttir, f. 14. janúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.