Gunnar Steingrímsson (Faxastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, vélstjóri hjá Hafnarfjarðarhöfn fæddist 6. júní 1960.
Foreldrar hans voru Steingrímur Arnar flugvallarstjóri, f. 19. júlí 1930 á Siglufirði, d. 20. maí 1980, og kona hans Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1927 í Eyjum, d. 12. júní 1983.

Börn Eyglóar og Steingríms:
1. Einar Steingrímsson flugumferðastjóri, f. 22. desember 1951.
2. Pétur Steingrímsson lögreglumaður, f. 14. janúar 1957.
3. Gunnar Steingrímsson vélfræðingur, f. 6. júní 1960.
4. Guðrún Steingrímsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. ágúst 1969, d. 7. júlí 2002.

Þau Auður giftu sig, eignuðust ekki barn saman, en hún átti eitt barn. Þau skildu.
Þau Supaphorn giftu sig, hafa eignast þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.

I. Fyrrum kona Gunnars er Auður Kolbeinsdóttir, f. 8. júní 1960. Foreldrar hennar Kolbeinn Jakobsson, f. 9. ágúst 1926, d. 2. júlí 2018, og Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 6. september 1919, d. 27. júlí 1986.
Barn Auðar og fósturbarn Gunnars:
1. Kolbrún Hanna Jónasdóttir, f. 23. september 1981.

II. Kona Gunnars er Supaphorn Steingrímsson frá Thailandi, húsfreyja, starfsmaður í eldhúsi á leikskóla, f. 14. mars 1980. Þau búa í Kópavogi.
Börn þeirra:
2. Tanya Gunnarsdóttir, f. 24. ágúst 1997.
3. Steingrímur Shanon Gunnarsson, f. 13. maí 2011.
4. Jóhann Mario Gunnarsson, f. 9. febrúar 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.