Matthildur Magnúsdóttir (Landlyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Matthildur Magnúsdóttir húsfreyja í Landlyst, kona Þorsteins Jónssonar læknis, fæddist 6. janúar 1833 í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi í Hnapp. og lést 5. mars 1904.

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Magnús bóndi þá í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi, en síðar á Kljá í Helgafellssveit og á Fjarðarhorni í Hraunsfirði í Helgafellssveit, f. 25. júlí 1794 á Kljá, d. 15. janúar 1860, Þorkelsson bónda á Kljá, f. 1749, d. 14. apríl 1818, Ívarssonar, og seinni konu Þorkels, Oddnýjar húsfreyju, f. 1756, d. 9. apríl 1804, Magnúsdóttur í Drápuhlíð í Helgafellssveit Ögmundssonar.

Móðir Matthildar var Sigríður vinnukona hjá Magnúsi í Eiðhúsum, síðar vinnukona hjá honum á Fjarðarhorni í Hraunsfirði, f. 1791, Pétursdóttir bónda í Árnesi í Staðastaðarsókn á Snæfellsnesi 1801, Melum þar 1816, f. 12. febrúar 1759, d. 30. apríl 1826, Nikulássonar, f. um 1730, Þórðarsonar yngra á Arnarstapa, f. um 1696, Guðmundssonar.
Móðir Sigríðar vinnukonu og fyrri kona Péturs var Arndís húsfreyja, f. 1762, d. 26. desember 1797, Narfadóttir í Hrísakoti Sigmundssonar og konu Narfa, Guðrúnar húsfreyju, f. 1730, Bjarnadóttur.

Magnús var kvæntur maður og átti, við fæðingu Matthildar, Guðrúnu Sumarliðadóttur yngri frá Kljá í Helgafellssveit, f. 1785, d. 30. janúar 1845. Sigríður Pétursdóttir hvarf af heimilinu, en er komin aftur 1840 og er skráð vinnukona hjá þeim Guðrúnu í Fjarðarhorni 1840, vinnukona þar 1845 eftir dauða Guðrúnar húsfreyju og finnst síðast þar á mt. 1855, 68 ára vinnukona. Þá býr Magnús þar með seinni konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur 41 árs og barni þeirra Guðrúnu Magnúsdóttur 4 ára.

Matthildur var hjá föður sínum í Eiðhúsum, síðan með honum á Kljá og Fjarðarhorni, en 1860 er hún skráð kennslustúlka að Austurstræti 2 í Reykjavík, 25 ára.

Ættbogi í Eyjum

Tvær hálfsystur Matthildar, dætur Magnúsar og Guðrúnar húsfreyju, fluttust síðar til Eyja:

I. Kristín Magnúsdóttir, f. 21. ágúst 1832, d. 8. apríl 1917.
1. Hún var móðir Karólínu konu Jóns Sighvatssonar, en þau voru foreldrar Þorsteins Johnson bóksala, Þorvalds Jónssonar, drukknaði við Klettinn, Kristínar Jónsdóttur húsfreyju í Garðhúsum konu Jóns Waagfjörðs málarameistara, Odds Jónssonar, fór til Vesturheims, Sæmundar Jónssonar útgerðarmanns og Jónínu Jónsdóttur húsfreyju á Hlíðarenda 1920, f. 11. júlí 1892, d. 21. mars 1876, konu Björns Jónssonar útgerðarmanns. Hún var síðast í Hafnarfirði.
2. Hún var móðir Guðrúnar Margrétar, f. 19. ágúst 1854 á Fjarðarhorni á Snæfellsnesi, dáin í Fagurhól í Eyjum í júní 1910, gift Jóni bónda í Hraunholtum í Hnappadal og Fossi utan Ennis við Ólafsvík, Bjarnasyni.
Meðal barna hennar voru:
a) Guðrún húsfreyja, f. 6. febrúar 1882, d. 17. september 1959, gift Guðmundi Kristjánssyni skósmið. Þau bjuggu áður í Borgarfirði, en fluttust til Eyja 1930.
Þau voru m.a. foreldrar:
aa) Guðrúnar Margrétar húsfreyju í Bjarkarlundi, (Vallargötu 6), f. 20. júní 1909, d. 7. júlí 2000, konu Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson, f. 6. september 1910, d. 14. febrúar 1995.
b) Sigurður Jónsson formaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, fórst með v.b. Geysi 2. febrúar 1914. Hann var kvæntur Þórönnu Ögmundsdóttur verkalýðsfrömuði, f. 2. desember 1874, d. 16. maí 1959.
Meðal barna þeirra Þórönnu voru:
ba) Vigdís Ögmunda Sigurðardóttir, f. 25. desember 1908, d. 12. janúar 2009.
bb) Sigurjón bifreiðastjóri í Landakoti, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
bc) Ögmundur Sigurðsson, f. 17. janúar 1911, d. 22. september 1994, útgerðarmaður og skipstjóri.
bd) Guðrún Sigurðardóttir, Hólmi, síðar á Blátindi, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998.
be) Sigurrós Sóley Sigurðardóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001, þriðja kona Guðjóns Vigfússonar skipstjóra og hafnsögumanns.

II. Margrét Magnúsdóttir, f. 5. október 1829 í Eiðhúsum, d. 15. maí 1913. Hún giftist Þorleifi presti og prófasti Jónssyni í Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu, f. 8. nóvember 1794, d. 1. maí 1883.
Margrét var barnlaus. Hún fóstraði Karólínu systurdóttur sína á prestsetrinu í Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu.
Margrét eyddi ellinni hjá systrum sínum í Eyjum og bjó síðast í Jómsborg.

Guðrún Sumarliðadóttir eldri, systir Guðrúnar húsfreyju í Eiðhúsum, var húsfreyja á Gríshóli í Helgafellssveit. Hún var ættmóðir Þorsteins Þ. Víglundssonar.

Fjölskyldan

Eiginmaður Matthildar (12. október 1865) var Þorsteinn Jónsson læknir. Þau Margrét settust að í Eyjum, er hann tók við héraðslæknisembætti þar í september það ár. Þar bjuggu þau fyrst í Sjólyst, en síðan í Landlyst. Matthildur lést 5. mars 1904. Þorsteinn lét af embætti í september 1905 og fluttist til Reykjavíkur 1906, lést þar 13. ágúst 1908.

Börn þeirra Matthildar og Þorsteins héraðslæknis:
1. Margrét húsfreyja, f. 2. janúar 1866 í Sjólyst, d. 5. september 1931 í Los Angeles, gift Jóhann Morten Peter Bjarnasen. Húsfreyja í Eyjum, síðar í Las Vegas og í Hollywood.
2. Guðmundur járnbrautarstarfsmaður í Utah, f. 8. október 1867 í Sjólyst, d. 13. mars 1933 í Spanish Fork í Utah.
3. Jón verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. október 1868 í Sjólyst, d. 24. maí 1931, kvæntur Guðrúnu Johansdóttur Heilmann.
4. Ingibjörg, f. 16. júlí 1870 í Landlyst, d. 14. desember 1871 úr bronchitis.
5. Magnús prestur á Mosfelli í Mosfellssveit, f. 3. janúar 1872 í Landlyst, d. 4. júlí 1922, kvæntur Valgerði Gísladóttur.
6. Guðrún húsfreyja í Valhöll, f. 25. desember 1873, d. 24. ágúst 1928, gift Ágústi Gíslasyni.


Heimildir

 • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
 • Prestþjónustubækur.
 • Manntöl.
 • Íslendingabók.is.
 • Ættartölubækur Jóns Espólín p. 4903/2607/3088.
 • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
 • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
 • Borgfirzkar æviskrár. Ýmsir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1973-2007.
 • Morgunblaðið 7. október 2001. Minning Sigurrósar Sóleyjar Sigurðardóttur. Sigurður Guðjónsson.
 • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1976.
 • Familysearch.org.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.