Ögmundur Sigurðsson (Landakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ögmundur Sigurðsson.

Ögmundur Sigurðsson á Landakoti, matsveinn, útgerðarmaður, skipstjóri fæddist 17. janúar 1911 í Fagurhól og lést 22. september 1994.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson formaður, útgerðarmaður í Fagurhól, f. 17. september 1883, drukknaði 2. febrúar 1914, og kona hans Þóranna Ögmundsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, f. 1. desember 1873 í Stakkagerði, d. 16. maí 1959.

Ögmundur missti föður sinn, er hann var þriggja ára.
Hann var með móður sinni, systkinum og Ögmundi afa sínum í Landakot, en var fluttur að Kerlingardal í Mýrdal 1920, var tökubarn og síðan vinnumaður þar til 1928, var vinnumaður og sjómaður á Höfðabrekku þar 1928-1930.
Hann var hjá móður sinni í Landakoti 1930-1931, stundaði sjóinn, fór þá aftur að Höfðabrekku og dvaldi þar 1931-1934. Hann var þar vinnumaður og háseti á áttæringi sem réri til fiskjar frá Vík.
Ögmundur fluttist til Eyja, var á matsveinanámskeiði Gagnfræðaskólans 1937, (sjá mynd). Einnig nam hann á stýrimannanámskeiði.


ctr


Aftari röð frá vinstri: Kristján Thorberg, Garðstöðum, Hlöðver Johnsen, Suðurgarði, Gestur Auðunsson, Sólheimum, Jóhann Kristjánsson, Skipholti, Pétur Sigurðsson, Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut.
- Fremri röð frá vinstri: Guðjón Jónsson, Vinaminni, Ármann Bjarnason, Hásteinsvegi, Sigurbjörn Ásbjörnsson, matreiðslukennari, Ögmundur Sigurðsson, Landakoti og Vigfús Guðmundsson, Vallartúni. Mynd úr Bliki 1974, Skýrsla um matsveinanámskeið Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum 1937.

Ögmundur var matsveinn á bátum í Eyjum, m.a. á Baldri VE. Þá vann hann við pípulagnir hjá Marinó Jónssyni og við járnsmíðar í Magna.
Hann var í útgerð og gerðist skipstjóri. Átti hann m.a. í Guðbjörgu, Björgvin og Skúla fógeta.

Kona Ögmundar, (5. október 1940), var Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
Börn þeirra:
1. Sigurður Þór Ögmundsson sjómaður, f. 8. nóvember 1940 á Landakoti.
2. Ingibjörg Ögmundsdóttir, f. 27. febrúar 1942 á Landakoti, d. 13. júlí 1942.
3. Yngvi Björgvin Ögmundsson verkamaður, kaupmaður, f. 28. apríl 1943 í Landakoti.
4. Oddný Ögmundsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 8. júní 1944 í Landakoti.
5. Guðbjörg Ögmundsdóttir deildarstjóri á skrifstofu Varnarliðsins á Keflavíkurvelli, f. 20. júlí 1951 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.