Karólína Kristín Oddsdóttir
Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja í Jómsborg fæddist 21. október 1856 og lést 12. september 1936.
Faðir hennar var Oddur bóndi í Höfðakoti í Setbergssókn 1855, Hellnafelli þar 1860, síðar á Kirkjufelli þar, í Árnabotni í Hraunsfirði 1890, f. 2. apríl 1823 í Setbergssókn, Jónsson, í Drápuhlíð 1801, f. 22. febrúar 1790, Illugasonar bónda, hreppstjóra, fálkafangara og meðhjálpara í Drápuhlíð í Helgafellssveit, f. 1759, d. 4. febrúar 1799, Illugasonar, og konu Illuga í Drápuhlíð, Ingibjargar húsfreyju og ekkju þar 1801, f. 1760, Magnúsdóttur.
Móðir Karólínu og kona Odds Jónssonar var Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1832, d. 8. apríl 1917.
Karólína Kristín var eins árs með foreldrum sínum í Höfðakoti í Setbergssókn 1855, á Hellnafelli þar 1860.
Hún var fósturdóttir móðursystur sinnar Margrétar Magnúsdóttur og manns hennar sr. Þorleifs Jónssonar uppgjafarprests í Hvammi í Dalasýslu 1870.
Þau Jón gengu í hjónaband 1. janúar 1883, og við manntal 1890 er hún húsfreyja í Efra-Holti í Ásólfsskálasókn u. Eyjafjöllum, og þar eru börnin Þorvaldur 8 ára, Þorsteinn 7 ára, Oddur 5 ára og Kristín á fyrsta ári.
Þau fluttu til Eyja 1898 og 1901 búa þau í Jómsborg með börnunum, öðrum en Þorvaldi, og Jónína er mætt 9 ára. Móðir Karólínu Kristínar, Kristín Magnúsdóttir ekkja var hjá þeim.
Við manntal 1910 eru þau enn í Jómsborg. Hjá þeim eru barnið Jónína 18 ára, Kristín móðir Karólínu Kristínar og fóstra hennar Margrét Magnúsdóttir.
Við manntal 1920 er hjá þeim í heimsókn Oddur sonur þeirra, kominn frá Bandaríkjunum, en búsettur þar.
Í Jómsborg bjó nú Þorsteinn sonur þeirra með fyrstu konu sinni Margrethe Johnson og börnum þeirra Óskari, Grétu og Jóni Þorsteini.
Maður Karólínu Kristínar, (1. janúar 1883), var Jón Sighvatsson bóksali og bókavörður, f. 4. júlí 1856, d. 5. desember 1932.
Börn Karólínu Kristínar og Jóns voru:
1. Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959, þríkvæntur, - síðast kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, f. 23. desember 1903, d. 24. október 1999.
2. Þorvaldur Jónsson, f. 7. júlí 1884, drukknaði 22. júní 1903.
3. Oddur Jónsson, f. 17. júlí 1885.
4. Sæmundur Jónsson útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968. Kona hans var Guðbjörg Jónína Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
5. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Garðhúsum, f. 7. ágúst 1890, d. 21. nóvember 1968.
6. Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 11. júlí 1892, síðast í Hafnarfirði, d. 21. mars 1976.
Systir Karólínu Oddsdóttur í Jómsborg var
Guðrún Margrét Oddsdóttir, f. 19. ágúst 1854, d. í Eyjum í júní 1910.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.