Ársæll Lárusson (rafvirkjameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ársæll Lárússon

Ársæll Lárusson rafvirkjameistari fæddist 6. nóvember 1939 í Skálholti við Urðaveg.
Foreldrar hans voru Lárus Ársæll Ársælsson útgerðarmaður, forstjóri, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990, og kona hans Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1914, d. 15. ágúst 1941. Fósturmóðir Ársæls og síðari kona Lárusar var Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 24. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Börn Ágústu Gísladóttur og Lárusar:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. júní 1941 í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43, síðast í Kópavogi, d. 5. júlí 2017.

Ársæll var með foreldrum sínum í fyrstu, en hann missti móður sína, er hann var á öðru ári sínu. Hann var með föður sínum og föðurforeldrum, en faðir hans kvæntist Bergþóru 1948.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum og hjá Haraldi Eiríkssyni. Meistari hans var Lárus Guðmundsson. Hann lauk sveinsprófi 1962.
Ársæll var rafvirki hjá Haraldi til Goss, en síðan var hann deildarstjóri hjá Flugmálastjórn til starfsloka 67 ára.
Þau Rósa giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Sóleyjargötu 1, en á Urðavegi 31 við Gos 1973, en hafa búið í Hjarðarhaga 50 frá 1975.

I. Kona Ársæls, (26. janúar 1963), er Rósa Martinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941 á Laugarbraut 1.
Börn þeirra:
1. Lárus Ársælsson byggingaverkfræðingur hjá Mannviti, f. 20. ágúst 1962. Kona hans Sveinborg Lára Kristjánsdóttir.
2. Bertha María Ársælsdóttir matvæla- og næringarfræðingur á Landspítanum, f. 3. júní 1964. Maður hennar Kolbeinn Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ársæll.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.