Eyjólfur Martinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eyjólfur Martinsson.

Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri fæddist 23. maí 1937 í Dalbæ og lést 17. desember 2011 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Martin Tómasson frá Höfn, útgerðarmaður, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976, og kona hans Gíslína Bertha Gísladóttir frá Dalbæ, húsfreyja, f. 5. febrúar 1920, d. 23. apríl 2012.

Börn Berthu og Martins;
1. Eyjólfur Martinsson.
2. Rósa Martinsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1941. Maður hennar Ársæll Lárusson.
3. Emilía Martinsdóttir húsfreyja, verkfræðingur, f. 12. nóvember 1949. Maður hennar Sigurður Ingi Skarphéðinsson.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1953, lauk verslunarskólaprófi í Verslunarskóla Íslands 1959.
Eyjólfur vann hjá Höfn að loknu verslunarprófi til 1961, er hann varð starfsmaður Ísfélags Vestmannaeyja, varð þar skrifstofustjóri, síðan framkvæmdastjóri og vann fyrirtækinu til dauðadags.
Hann sat um árabil í stjórn Ísfélagsins, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Lifrarsamlags Vestmannaeyja og Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja þar sem hann var formaður um nokkurt skeið. Þá sat hann m.a. í stjórn Skeljungs, Samfrosts og ÍSNÓ, í stjórn skipafélagsins Jökla hf., auk þess sem hann sat í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Verðlagsráði sjávarútvegsins um árabil.
Hann sat um skeið í stjórn Knattspyrnufélagsins Týs og í stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja.
Eyjólfur var um þrjátíu ára skeið ræðismaður Dana í Vestmannaeyjum og var veitt Dannebrogsorðan 1994.
Þau Sylvía giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 22.
Eyjólfur lést 2011.

I. Kona Eyjólfs, (25. ágúst 1966), er Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1945.
Börn þeirra:
1. Jóhanna María Eyjólfsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, fjölmiðlafræðingur, aðstoðarmaður ráðherra, djákni, f. 8. september 1967. Fyrrum maður hennar Albert Pálsson.
2. Martin Eyjólfsson, hefur verslunarpróf, verið sendiherra, ráðuneytisstjóri, f. 18. maí 1971. Kona hans Eva Þengilsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.