Runólfur Jónasson (Bræðratungu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Runólfur Jónasson frá Hausthúsum á Stokkseyri, bóndi, verkamaður í Bræðratungu fæddist 7. apríl 1872 í Magnúsfjósum í Sandvíkurhreppi í Flóa og lést 19. júlí 1946.
Faðir Runólfs var Jónas bóndi í Magnúsfjósum 1870, í Eyvakoti 1890, f. 28. febrúar 1838 í Kaldaðarnessókn, d. 17. mars 1894, Hannesson bónda í Ranakoti efra á Stokkseyri 1832-1838, áður í Langholti í Flóa, f. 23. ágúst 1786, d. 2. febrúar 1839, Runólfssonar, og konu Hannesar Runólfssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 22. maí 1808 í Vesturkoti á Skeiðum, d. 18. janúar 1860, Ingimundardóttur á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum Sigvaldasonar.
Móðir Runólfs Jónassonar og kona Jónasar í Magnúsfjósum var Margrét húsfreyja, f. 1839, Bjarnadóttir bónda á Stóra-Hálsi í Úlfljótsvatnssókn 1845, f. um 1794 á Hala í Ölfusi, d. 7. september 1860, Kolbeinssonar, og konu Bjarna, Málmfríðar húsfreyju, f. 1794, Ólafsdóttur bónda í Tungu í Úlfljótsvatnssókn 1801, Jónssonar bónda á Ölfusvatni þar Snorrasonar og konu Ólafs, Jórunnar Einarsdóttur húsfreyju.

Runólfur var vinnumaður í Stokkseyrarseli 1890. Sólrún fæddi Jónasínu Þóru í Óseyrarnesi á Eyrarbakka 1895 og Margréti í Ranakoti á Stokkseyri 1896.
Þau Runólfur hófu búskap, byggðu Hausthús 1896, bjuggu á Beinateigi 2 1901 og 1910, (nefnt Hausthús 1910).
Þau fluttust til Eyja 1920 og með þeim börnin Runólfur, Sigurmundur og Ingibjörg. Jónasína Þóra hafði flust þangað 1913 og Margrét 1914.
Þau bjuggu á Geirlandi 1920, byggðu Bræðratungu og voru komin þangað 1922. Þar bjuggu þau síðan.
Sólrún lést 1941 og Runólfur 1946.

ctr


Sólrún Guðmundsdóttir og Runólfur Jónasson og börn þeirra.


I. Kona Runólfs var Sólrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1867, d. 2. september 1941.
Börn þeirra hér:
1. Jónasína Þóra Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri og í Reykjavík, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.
3. Runólfur Runólfsson formaður, vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983.
4. Sigurmundur Runólfsson verkamaður, verkstjóri, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974.
5. Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja í Litla-Hvammi, f. 13. janúar 1907, d. 7. mars 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.