Margrét Johnsen Hlöðversdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Johnsen Hlöðversdóttir, húsfreyja, starfsmaður mötuneytis fæddist 7. nóvember 1942 á Hásteinsvegi 9.
Foreldrar hennar voru Jón Hlöðver Johnsen sjómaður, útgerðarmaður, bankastarfsmaður, f. 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993.

Barn Sigríðar:
1. Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 5. janúar 1937, kona Guðna Pálssonar frá Þingholti.
Börn Sigríðar og Hlöðvers:
2. Margrét Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður mötuneytis, fædd 7. nóvember 1942. Maður hennar Hrafn Steindórsson.
3. Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir kennari, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, fædd 28. júlí 1948. Fyrri maður Þorkell Húnbogason Andersen. Síðari maður Garðar Jónsson.
4. Anna Svala Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, ræstitæknir, myndlistarmaður, rekur galleríið Svölukot, f. 3. janúar 1955. Maður hennar Guðjón Jónsson.
5. Haraldur Geir Hlöðversson fyrrum lögreglumaður, klifurleiðsögumaður, f. 24. júlí 1956. Fyrri kona Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
6. Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 7. ágúst 1959. Maður hennar var Eggert Garðarsson.

Þau Hrafn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Hábæ, búa á Selfossi.

I. Maður Margrétar er Hrafn Steindórsson, rennismiður, leigubifreiðastjóri, f. 8. janúar 1944. Foreldrar hans James McKenney, bandarískur hermaður, og Þórunn Ólöf Benediktsdóttir, frá Holti í Mýrdal, húsfreyja, f. 24. júní 1912, d. 28. maí 1964.
Barn þeirra:
1. Jón Hlöðver Hrafnsson, f. 6. ágúst 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.