Þórunn Ólöf Benediktsdóttir
Þórunn Ólöf Benediktsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, fæddist 24. júní 1912 í Holti í Mýrdal og lést 28. maí 1964.
Foreldrar hennar voru Benedikt Einarsson, síðar verslunarstjóri í Reykjavík, f. 6. janúar 1893, d. 26. ágúst 1970, og barnsmóðir hans Jónína Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Skeiðflöt í Sandgerði, f. 20. febrúar 1886 í Ölversholtshjáleigu í Holtahreppi, Rang., d. 18. febrúar 1959.
Þórunn Ólöf var fósturbarn í Vík í Mýrdal 1912-1913, var með móður sinni í Holti 1913-1914, með henni á Felli þar, fósturbarn þar og síðan vinnukona 1914-1928. Hún var hjá föður sínum í Vík 1928-1930, en fór þá til Reykjavíkur.
Hún var vinnukona á Vestmannabraut 76 við fæðingu Gríms Marinós 1933, leigði með Steindóri í Litla-Hvammi við fæðingu Dóru 1934, bjó með Steindóri á Hásteinsvegi 17 við fæðingu Hrannar 1936, en síðast á Herjólfsgötu 12.
Þórunn Ólöf sleit sambúð við Steindór um 1939 og hélt til Reykjavíkur, var verkakona þar, en síðar saumakona.
Sambýlismaður Þórunnar Ólafar, (skildu), var Steindór Jónsson bifreiðastjóri f. 24. september 1908 á Steinum u. Eyjafjöllum, d. 16. febrúar 2010 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Grímur Marinó Steindórsson listamaður, f. 25. maí 1933 á Vestmannabraut 76.
2. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, dagmóðir frá Hlíðardal, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
3. Hrönn Steindórsdóttir, f. 26. febrúar 1936 á Hásteinsvegi 17, d. 16. mars 1936.
Barn Þórunnar Ólafar með James L. McKenney, bandarískum hermanni:
4) Hrafn Steindórsson blikksmiður, leigubifreiðastjóri, f. 8. janúar 1944. Hann valdi föðurnafn sitt.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.