Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Hlöðversdóttir Johnsen.

Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir kennari fæddist 28. júlí 1948 á Hásteinsvegi 9.
Foreldrar hennar voru Jón Hlöðver Johnsen sjómaður, útgerðarmaður, bankastarfsmaður, f. 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993.

Barn Sigríðar:
1. Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 5. janúar 1937, kona Guðna Pálssonar frá Þingholti.
Börn Sigríðar og Hlöðvers:
2. Margrét Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður mötuneytis, fædd 7. nóvember 1942. Maður hennar Hrafn Steindórsson.
3. Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir kennari, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, fædd 28. júlí 1948. Fyrri maður Þorkell Húnbogason Andersen. Síðari maður Garðar Jónsson.
4. Anna Svala Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, ræstitæknir, myndlistarmaður, rekur galleríið Svölukot, f. 3. janúar 1955. Maður hennar Guðjón Jónsson.
5. Haraldur Geir Hlöðversson fyrrum lögreglumaður, klifurleiðsögumaður, f. 24. júlí 1956. Fyrri kona Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Kona hans Hjördís Kristinsdóttir.
6. Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 7. ágúst 1959. Maður hennar var Eggert Garðarsson.

Sigríður lauk landsprófi 1964, kennaraprófi 1966, prófum ó Fósturskóla Íslands 1975, sótti námskeið í stuðningskennslu 1978 og í stjórnun menntastofnana í H.Í. 1997-1998.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1967-1973, í Hvassaleitisskóla í Rvk 1975-1976, í Varmárskóla í Mosfellsbæ frá 1976-1995, aðstoðarskólastjóri 1995-1997, skólafulltrúi á skólaskrifstofu Mosfellsbæjar 1998-2001, skólastjóri Lágafellsskóla frá stofnun 2001-2008. Hún starfaði síðan sjálfstætt og hélt námskeið í sjálfstyrkingu fyrir börn og unglinga í grunnskólum Mosfellsbæjar 2009-2018.

Þau Þorkell giftu sig 1968, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Garðar giftu sig 1975, eignuðust tvö börn, en misstu síðara barnið nýfætt.

I. Maður Sigríðar, (1. desember 1968, skildu), er Þorkell Andersen Húnbogason, f. 24. apríl 1946.
Barn þeirra:
1. Guðrún Elísa Þorkelsdóttir rekstrarfræðingur, skrifstofustjóri, f. 7. september 1968. Fyrrum maður hennar Pétur Þórðarson. Maður hennar Guðni Birgisson.

II. Maður Sigríðar, (21. nóvember 1975), er Garðar Jónsson trésmiður, f. 10. nóvember 1946. Foreldrar hans Jón Rósmundsson borgargjaldkeri, f. 3. september 1914, d. 14. mars 2004, og kona hans Steinunn Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1917, d. 23. nóvember 1985.
Barn þeirra:
2. Ragnar Garðarsson, sérfræðingur í verðbréfamiðlun , f. 29. júní 1979. Kona hans Anna Lilja Björnsdóttir.
3. Ingibjörg Garðarsdóttir, f. 6. febrúar 1985, d. 7. febrúar 1985.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.