Guðjón Jónsson (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Gaui á Látrum.

Guðjón Þórarinn Jónsson er fæddur 29. júní 1949. Foreldrar hans voru Jón Ísak Sigurðsson og Klara Friðriksdóttir.

Hann er kvæntur Önnu Svölu Johnsen frá Saltabergi og eiga þau fimm börn; Söru, Ívar, Daða, Maríu og Elísu. Þau búa að Stóragerði 6.

Guðjón bjó í húsinu Látrum á Vestmannabraut og er oft kallaður „Gaui á Látrum“. Gaui á Látrum er lærður rafvirki og starfar við það.

Gaui er í Hrauneyjarfélaginu.

Frekari umfjöllun

Guðjón Jónsson.

Guðjón Þórarinn Jónsson frá Látrum, rafvirkjameistari fæddist þar 29. júní 1949.
Foreldrar hans voru Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari, f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini við Heimagötu 9, d. 28. júní 2000, og kona hans Klara Friðriksdóttir frá Látrum, húsfreyja, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.

Börn Klöru og Jóns Ísaks:
1. Friðrik Jónsson sjómaður, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 18. september 1939.
2. Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókhaldari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.
3. Guðjón Þórarinn Jónsson rafvirki, f. 29. júní 1949.
4. Ragnar Jónsson læknir, f. 14. október 1952.

Guðjón var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1972. Meistari var Birgir Jóhannsson. Hann lauk einnig meistaraprófi í Meistaraskólanum, og prófum til skipstjórnarréttinda að 30 tonna bát (pungapróf).
Guðjón var rafvirki við bræðslu til 1984, vann síðan sjálfstætt. Hann var vitavörður fyrir vitana í Eyjum.
Hann var gjaldkeri Félags rafiðnaðarmanna í Eyjum.
Þau Anna Svala giftu sig 1973, eignuðust fimm börn. Þau búa í Stóragerði 6.

I. Kona Guðjóns, (29. desember 1973), er Anna Svala Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1955.
Börn þeirra:
1. Ívar Ísak Guðjónsson sérsveitarmaður, f. 3. nóvember 1972. Kona hans Hrönn Svansdóttir.
2. Margrét Sara Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari í Reykjavík, f. 7. maí 1975. Maður hennar Sigurjón Andrésson Sigmundssonar.
3. Daði Guðjónsson kennari í Reykjavík, f. 30. ágúst 1981. Kona hans Matthildur Bjarnadóttir Karlssonar.
4. María Guðjónsdóttir lögfræðingur í Garðabæ, f. 2. apríl 1986. Maður hennar Jan Herman Erlingsson.
5. Elísa Guðjónsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. maí 1989. Sambúðarmaður hennar Anton Bjarnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðjón.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.