Magnús Magnússon (Sjónarhól)
Magnús Magnússon frá Sjónarhól, Sjómannasundi 10b, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður fæddist 5. júlí 1927 á Seljalandi og lést 14. september 2002 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Magnús Jóhannesson skipstjóri, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987, og kona hans Jónína Kristín Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 27. desember 1899, d. 9. júlí 1973.
Börn Magnúsar og Jónínu voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon
stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.
Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf snemma sjómennsku, aflaði sér 30 tonna skipstjórnarréttinda og vélstjórnarréttinda og var vélstjóri eftir það.
Þau Eva giftu sig 1952, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Bræðraborg við fæðingu Ágústu 1953, Vals 1954 og Hugrúnar 1958. Þau voru komin að Hamri við fæðingu Magnúsar Þórs 1961 og bjuggu þar síðan.
Magnús hætti sjómennsku eftir 40 ár vegna veikinda og vann hjá Ísfélaginu og í Fiskiðjunni, síðustu árin vann hann við sorphirðingu hjá Vestmannaeyjabæ]].
Hann fluttist að Hraunbúðum 2001, en lést á Sjúkrahúsinu.
Eva lést 1989 og Magnús 2002.
I. Kona Magnúsar, (22. nóvember 1952), var Þórða Eva Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1927 í Litlabæ, d. 29. september 1989.
Börn þeirra:
1. Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1953. Maður hennar er Viktor Hjartarson.
2. Valur Magnússon, f. 13. febrúar 1954 í Bræðraborg. Kona hans er Védís Gunnarsdóttir.
3. Hugrún Magnúsdóttir húsfreyja, bréfberi, f. 10. mars 1958. Maður hennar er Haraldur Sverrisson.
4. Magnús Þór Magnússon, f. 5. janúar 1961 á Hamri. Fyrrum sambýliskona hans var Anna Ísfold Kolbeinsdóttir, látin.
5. Einar Magnússon, f. 13. mars 1962 á Hamri. Kona hans er Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.