Hugrún Magnúsdóttir (Hamri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hugrún Magnúsdóttir frá Hamri, húsfreyja, bréfberi, starfsmaður leikskóla fæddist 10. maí 1958 í Bræðraborg.
Foreldrar hennar Magnús Magnússon frá Sjónarhóli, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, f. 5. júlí 1927, d. 14. september 2002, og kona hans Þórða Eva Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1927 í Litlabæ, d. 29. september 1989.

Börn Evu og Magnúsar:
1. Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1953. Maður hennar er Viktor Hjartarson.
2. Valur Magnússon, f. 13. febrúar 1954 í Bræðraborg. Kona hans er Védís Gunnarsdóttir.
3. Hugrún Magnúsdóttir húsfreyja, bréfberi, f. 10. mars 1958 í Bræðraborg. Maður hennar er Haraldur Sverrisson.
4. Magnús Þór Magnússon, f. 5. janúar 1961 á Hamri. Sambýliskona hans var Anna Ísfold Kolbeinsdóttir, látin.
5. Einar Magnússon, f. 13. mars 1962 á Hamri. Kona hans er Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir.

Hugrún var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Bræðraborg og á Hamri.
Hún hefur starfað við póstburð og síðan á leikskóla.
Þau Haraldur giftu sig 1985, eignuðust fjögur börn. Þau búa á Stapavegi 3.

I. Maður Hugrúnar, (19. júlí 1985), er Haraldur Sverrisson skipstjóri, f. 15. júlí 1952 í Selsundi á Rangárvöllum.
Börn þeirra:
1. Sverrir Haraldsson sviðsstjóri hjá Vinnslustöðinni, f. 18. janúar 1979. Kona hans Nína Anna Dau af þýskum ættum.
2. Sindri Haraldsson málari, verkstjóri, f. 24. desember 1984. Kona hans Hildur Jóhannsdóttir.
3. Dröfn Haraldsdóttir, tvíburi, sjúkraliði, f. 8. apríl 1991 í Reykjavík, óg.
4. Bylgja Haraldsdóttir, tvíburi, starfsmaður á sjúkrastofnun í Reykjavík, f. 8. apríl 1991 í Reykjavík, óg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.