Viktor Hjartarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Viktor Hjartarson.

Hermann Viktor Hjartarson sjómaður, verkamaður fæddist 31. mars 1951 á Höfða við Hásteinsvegi 21 og lést 25. mars 2024 á heimili sínu í Sandgerði.
Foreldrar hans voru Guðni Hjörtur Guðnason frá Barðsnesi í Norðfirði, sjómaður, f. 7. júlí 1922, d. 24. janúar 2008, og sambúðarkona hans Jóna Karólína Magnúsdóttir frá Hrafnabjörgum við Hásteinsveg 40, húsfreyja, f. 10. júní 1922 í Pétursborg við Vestmannabraut 56b, d. 30. janúar 2009.

Börn Jónu og Hjartar:
1. Drengur, f. 10. desember 1941 í Gerði, d. 1942.
2. Jóhann Ríkharð Hjartarson, f. 19. maí 1943 í Ásgarði. Fyrrum kona hans Rosmary Vilhjálmsdóttir. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
3. Kristín Björg Hjartardóttir húsfreyja, f. 15. júní 1948 í Bjarma. Maður hennar Sveinbjörn Jónsson.
4. Hermann Viktor Hjartarson, f. 31. mars 1951 í Höfða. Kona hans Ágústa Magnúsdóttir.
5. Hjördís Hjartardóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1952 í Höfða. Maður hennar Finnur Jóhannsson.
6. Guðni Hjartarson, f. 8. nóvember 1961 á Brimhólabraut 31. Sambúðarkona hans Rósa Benónýsdóttir.

Viktor var með foreldrum sínum.
Þau Ágústa giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Breiðholti við Vestmannabraut 52, við Hrauntún 14, síðan í Sandgerði.
Viktor lést 2024.

I. Kona Viktors, (1971), er Ágústa Magnúsdóttir frá Hamri við Skólaveg 33, húsfreyja, f. 27. febrúar 1953.
Börn þeirra:
1. Magnús Elvar Viktorsson, starfsmaður á flugvellinum í Stavanger, f. 28. desember 1970. Kona hans Linda Mary Stefánsdóttir.
2. Sigurgeir Viktorsson, viðskiptafræðingur, f. 1. desember 1974. Kona hans Aldís Ýr Ólafsdóttir.
3. Jóna María Viktorsdóttir, skrifstofumaður, f. 2. september 1981. Maður hennar Grétar Ólafur Hjartarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íbúaskrá 1972 og 1986.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Viktors.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.