Einar Magnússon (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Magnússon frá Hamri við Skólaveg 33, sjómaður fæddist þar 13. mars 1962.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Sjónarhóli, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, f. 5. júlí 1927, d. 14. september 2002, og kona hans Þórða Eva Valdimarsdóttir frá Bræðraborg við Njarðarstíg 3, húsfreyja, f. 20. desember 1927, d. 29. september 1989.

Börn Evu og Magnúsar:
1. Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1953. Maður hennar er Viktor Hjartarson.
2. Valur Magnússon, f. 13. febrúar 1954 í Bræðraborg. Kona hans er Védís Gunnarsdóttir.
3. Hugrún Magnúsdóttir húsfreyja, bréfberi, f. 10. mars 1958. Maður hennar er Haraldur Sverrisson.
4. Magnús Þór Magnússon, f. 5. janúar 1961 á Hamri. Sambýliskona hans var Anna Ísfold Kolbeinsdóttir, látin.
5. Einar Magnússon, sjómaður, f. 13. mars 1962 á Hamri. Kona hans er Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir.

Þau Linda giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.

I. Fyrrum kona Einars er Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir, f. 21. desember 1966.
Barn þeirra:
1. Eva Maggý Lindudóttir, f. 31. mars 1998. Sambúðarmaður hennar Hafþór Ingþórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.