Axel Gunnar Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Axel Gunnar Einarsson landmælinga- og kortagerðamaður í Rvk fæddist 3. september 1952 á Kalmanstjörn.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson, frá Seljalandi við Hásteinsveg 10, verkamaður, sjómaður, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981, og síðari kona hans Jónína Lilja Guðmundsdóttir, frá Laugalandi í Stafholtstungum, Mýr., húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004.

Börn Lilju og Axels Sveinssonar:
1. Ármann Guðlaugur Axelsson, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41, þroskaþjálfi, garðyrkjufræðingur í Hveragerði og í Noregi. Kona hans Heiður Adolfsdóttir.
Börn Lilju og Einars Jónssonar á Kalmanstjörn:
2. Axel Gunnar Einarsson, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn, landmælinga- og kortagerðamaður í Reykjavík 1986. Fyrrum kona hans Stella Henrietta Kluck. Fyrrum kona hans Ingibjörg Nielsen.
3. Jóhann Sigurvin Einarsson, f. 18. mars 1959, bjó í Hveragerði 1986, byggingaverkamaður í Noregi. Fyrrum sambýliskona hans Margrét Anna Hjaltadóttir.

Þau Stella giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.

I. Fyrrum kona Axels er Stella Henrietta Kluck úr Kópavogi, f. 9. september 1953. Fósturforeldrar hennar Sigurður Sigurðsson, f. 29. október 1916, og Anna Kristín Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1926.
Börn þeirra:
1. Einar Sigurður Axelsson, f. 2. september 1973.
2. Kristjana Henný Axelsdóttir, f. 24. október 1975.

II. Fyrrum kona Axels Gunnars er Ingibjörg Nielsen húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. september 1954. Foreldrar hennar Niels Carl Nielsen bankastarfsmaður, f. 5. desember 1925, d. 1. apríl 1983, og Guðbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Nielsen húsfreyja, f. 21. maí 1924, d. 5. janúar 1977.
Barn þeirra:
3. Einar Carl Axelsson, f. 12. maí 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.