Jón Jónsson (Djúpadal)
Jón Jónsson frá Djúpadal, sjómaður fæddist 24. apríl 1899 á Norðfirði og lést. 14. mars 1975.
Foreldrar hans voru Jón Ingimundarson af Suðurnesjum, vinnumaður, síðast á Barðsnesi í Norðfirði, f. 1872, drukknaði 2. desember 1898 í Norðfirði, og kona hans Gróa Pétursdóttir verkakona, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.
Systkini Jóns voru:
1. Kristmundur Jónsson í Garðsauka.
2. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, á lífi 1901
Hálfsystkini Jóns, sammædd, voru:
1. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
2. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.
Jón fæddist eftir lát föður síns. Hann var með móður sinni á Vestdalseyri í Seyðisfirði 1901 og 1910, fluttist til Eyja 1918.
Þau Sigríður voru í Brúarhúsi (Horninu) í árslok 1927. Hann var á Litlu-Grund við giftingu 1928, í Djúpadal 1930, sagður skilinn að borði og sæng. Hann var enn í Djúpadal 1940, á Herjólfsgötu 7 1945, á Faxastíg 33 1949, en síðast á Elliheimilinu.
Hann lést 1975.
Kona Jóns, (16. júní 1928, skildu), var Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, þá ráðskona Jóns á Litlu-Grund, f. 8. júní 1897 í Stóru-Hlíð í Hún., d. 20. janúar 1974.
Barn þeirra var
1. Bjarney Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1927 á Múla (Bárustíg 14), d. 21. desember 1951 af slysförum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.