Helga Sigríður Árnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Túnsbergi fæddist 24. október 1902 á Brimbergi á Seyðisfirði og lést 4. ágúst 1986.
Foreldrar hennar voru Árni Þorláksson verkamaður í Djúpadal, f. 18. júlí 1853, d. 1. mars 1929, og sambýliskona hans Gróa Pétursdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.

Helga Sigríður bjó hjá foreldrum sínum á Seyðisfirði og fluttist með þeim til Eyja 1917. Hún var hjá þeim á Litlu-Grund 1917 og 1918, í Stafholti 1919 og 1920, í Djúpadal með foreldrum sínum 1920, síðan mun hún hafa dvalið uppi á Landi og kom til Eyja með Guðmundi 1924. Þau giftu sig 1924 og bjuggu þá í Lambhaga.
Þau bjuggu í Landlyst við fæðingu Árnýjar Gróu 1926, á Vesturvegi 29 1930 með Árnýju Gróu og 1931 við fæðingu Jónu Kristjönu.
Þau bjuggu á Túnsbergi 1934.
Guðmundur lést 1947.
Helga Sigríður var enn á Túnsbergi 1949 með dæturnar Árnýju Gróu og Jónu Kristjönu. Hún lést 1986.

Maður Helgu Sigríðar, (18. október 1924), var Guðmundur Guðmundsson verkamaður á Túnsbergi, f. 11. október 1891, d. 13. október 1947.
Börn þeirra:
1. Árný Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1926, d. 18. júní 2014.
2. Jóna Kristjana Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1931, d. 18. nóvember 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.