Kristján Sigurðsson (Brattlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Sigurðsson skósmiður, verkamaður á Brattlandi fæddist 24. júlí 1885 á Ljótarstöðum í Skaftártungu og lést 25. september 1966.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 19. október 1848 á Ljótarstöðum, d. 5. febrúar 1905 þar, og kona hans Þórunn Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1853 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 15. janúar 1938 í Skammadal þar.

Börn Sigurðar og Þórunnar:
1. Eiríkur Hjálmar Sigurðsson trésmiður í Reykjavík og Winnipeg, f. 1. júlí 1875 á Ljótarstöðum, d. 29. júní 1953. Barnsmóðir hans var Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir vinnukona, f. 6. október 1870, d. 10. maí 1958.
2. Sigurður Sigurðsson, f. 4. september 1876, d. 6. september 1876.
3. Guðrún Sigurðardóttir f. 14. mars 1878, d. 1897.
4. Sigurður Sigurðsson bóndi á Ljótarstöðum og í Skammadal, f. 25. júní 1879, d. 21. maí 1932. Fyrri kona hans var Hildur Árnadóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1874, d. 10. maí 1915. Síðari kona Sigurðar var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1882, d. 3. júní 1960.
5. Hugborg Sigurðardóttir, f. 5. apríl 1881, d. 9. apríl 1883, tvíburi við Elínu.
6. Elín Sigurðardóttir, f. 5. apríl 1881, d. 1907, tvíburi við Hugborg.
7. Þorgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Skipholti, f. 30. október 1882, d. 3. desember 1960.
8. Kristján Sigurðsson, f. 7. febrúar 1884, d. 11. febrúar 1884.
9. Kristján Sigurðsson verkamaður á Brattlandi og í Reykjavík, f. 24. júlí 1885, d. 25. september 1966.
10. Vilhjálmur Sigurðsson trésmiður, sjúklingur, f. 19. mars 1887, d. 5. október 1971, ókv. og barnlaus.
11. Hugborg Sigurðardóttir, f. 25. maí 1888, d. í bernsku.
12. Sigurborg Sigurðardóttir húsfreyja í Wynyard, Saskatchewan í Kanada, f. 10. desember 1889, d. 4. ágúst 1949 í Winnipeg. Maður hennar var Bæring Sigurgeirsson Hallgrímsson járnbrautarstarfsmaður, f. 26. mars 1890.
13. Magnús Kristján Sigurðsson sjómaður, fiskimatsmaður á Geirlandi í Sandgerði, f. 15. ágúst 1891, drukknaði 12. janúar 1968. Kona hans var Rósa Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1900, d. 13. nóvember 1993.
14. Katrín Sigurðardóttir vinnukona í Dölum, húsfreyja í Bolungarvík, f. 30. desember 1895, d. 21. ágúst 1975.
15. Ársæll Sigurðsson kennari, f. 31. desember, f. 1901, d. 28. júní 1970.
Fóstursonur Þórunnar um skeið:
16. Sigurþór Eiríksson, f. 19. ágúst 1908, d. 26. nóvember 1980. Hann var sonur Eiríks Hjálmars Sigurðssonar. Hann var fluttur til Eyja 1915, farinn 1924.

Systkini Þórunnar móður Kristjáns í Eyjum voru:
1. Þorgerður Þórdís Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 4. júní 1855 á Ketilsstöðum, d. 2. mars 1939 í Eyjum.
2. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum, f. 11. ágúst 1856 á Ketilsstöðum, d. 5. apríl 1931 í Eyjum.

Hálfsystkini Þórunnar í Eyjum, samfeðra, voru:
3. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950.
4. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, f. 12. apríl 1879 á Efri-Rotum, d. 23. september 1928.
5. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri, f. 13. október 1880 á Efri-Rotum, d. 6. apríl 1876.
6. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum, d. 15. ágúst 1937.

Kristján var með foreldrum sínum á Ljótarstöðum til 1890, var niðursetningur á Svartanúpi í Skaftártungu 1890-1898, aftur hjá foreldrum sínum 1898-1904. Hann var vinnumaður á Ketilsstöðum í Mýrdal 1904-1905, með móður sinni 1905-1907, vinnumaður í Hlíð í Skaftártungu 1907-1909.
Kristján fluttist til Eyja, var staddur hjá móður sinni á Lágafelli 1910, bjó þar með henni, Þorgerði og Ársæli systkinum sínum 1911. Þau voru á Akri 1912 og þar var Katrín systir hans vinnukona. Hann var þar 1913, kvæntur leigjandi þar með Oktavíu 1914 og 1915, með henni og barninu Sigurbjörtu þar 1916-1921. Þar fæddist Þórunn Solveig 1922.
Þau voru komin í nýbyggt hús sitt að Brattlandi 1923 og þar bjuggu þau meðan þau voru í Eyjum, en fluttust til Reykjavíkur, bjuggu þar 1962.
Kristján bjó síðast í Drápuhlíð í Reykjavík, lést 1966 og Oktavía 1977.

Kona Kristjáns, (15. nóvember 1914), var Oktavía Hróbjartsdóttir, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.
Börn þeirra:
1. Sigurbjört Kristjánsdóttir húsfreyja, fiskverkakona á Eyrarbakka, f. 20. nóvember 1915 á Akri, d. 23. október 2007.
2. Þórunn Solveig Kristjánsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 7. desember 1922 á Akri, d. 27. desember 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.