Sigurþór Eiríksson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurþór Eiríksson.

Sigurþór Eiríksson verkamaður, listmálari fæddist 19. ágúst 1908 í Reykjavík og lést 26. nóvember 1980 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Eiríks Hjálmar Sigurðssonar trésmiður, síðar í Winnipeg, f. 1. júlí 1875, d. 29. júní 1953, og barnsmóðir hans Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, f. 6. október 1870, d. 10. maí 1958.

Faðir Sigurþórs fluttist til Kanada 1910. Sigurþór var með móður sinni fyrstu tvö ár ævinnar, en vegna veikinda hennar fór hann í fóstur. Hann kom í fóstur til Þórunnar Hjálmarsdóttur föðurmóður sinnar 1916 og var með henni á Akri 1916, í Dölum 1917, en fór síðan í fóstur þangað til Þorgerðar frænku sinnar. Þar var hann til 14 ára aldurs, en fluttist þá til móður sinnar í Reykjavík og var með henni meðan hún lifði, en hún lést 1958.
Sigurþór stundaði verkamannastörf og einkum garðyrkju og vann mikið á sumrum við skrúðgarða í Reykjavík.
Hann var listhneigður og stundaði hljóðfæraleik, smíðar og listmálun og hélt sýningu á verkum sínum.
Síðustu ár ævinnar vann hann hjá Hótel Borg.
Sigurþór var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.