Halldóra Skúladóttir (Skaftafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldóra Skúladóttir.

Halldóra Skúladóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ fæddist 27. apríl 1925 í Nykhól í Mýrdal og lést 9. apríl 2004 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Skúli Grímsson verkamaður, sjómaður, f. 15. maí 1887 í Nykhól í Mýrdal, d. 28. nóvember 1964 og kona hans Karólína Margrét Hafliðadóttir húsfreyja, f. 25. júní 1894 í Fjósum í Mýrdal, d. 26. júlí 1985.

Börn Skúla og Karólínu Margrétar:
1. Halldóra Skúladóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 27. apríl 1925 í Nykhól í Mýrdal, d. 9. apríl 2004 í Hafnarfirði.
2. Vilhjálmur Grímur Skúlason lyfjafræðingur, prófessor, f. 30. maí 1927, d. 11. janúar 2018.

Halldóra var með foreldrum sínum í Nykhól til 1926, en fluttist þá með þeim til Eyja. Þau bjuggu á Skaftafelli, en fluttust til Hafnarfjarðar 1930 og bjuggu við Selvogsgötu.
Halldóra giftist Valtý Sigurði 1946. Þau eignuðust fjögur börn. Auk þess átti Valtýr barn frá fyrra sambandi.
Halldóra var húsfreyja, en starfaði einnig utan heimilis frá árinu 1970, stundaði þá verkakvenna og verslunarstörf.
Valtýr Sigurður lést 1969.
Halldóra giftist Jóni Magnúsi 1973 og bjó með honum á Grund í Gaðabæ.
Hann lést 1984. Síðustu árin bjó Halldóra hjá Karólínu dóttur sinni að Austurgötu 45 í Hafnarfirði. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 2004.

I. Fyrri maður Halldóru var Valtýr Sigurður Ísleifsson skipstjóri, f. 21. apríl 1921, d. 28. desember 1969. Foreldrar hans voru Ísleifur Jónsson bóndi og sjómaður á Hofi í Gerðahreppi, f. 6. mars 1878, d. 26. júlí 1932, og eiginkona hans Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1879, d. 28. jan. 1937.
Börn þeirra:
1. Skúli Grétar Valtýsson, f. 16. nóvember 1946. Kona hans Vilborg Þorfinnsdóttir.
2. Ísleifur Örn Valtýsson, f. 28. desember 1947, d. 29. nóvember 2002. Fyrri kona hans var Guðlín Gunnarsdóttir. Síðari kona hans var Sigurbjörg Þorvarðardóttir.
3. Bjarni Júlíus Valtýsson, f. 4. nóvember 1951. Kona hans Guðný Linda Antonsdóttir.
4. Karólína Valtýsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1962. Hún eignaðist tvö börn með Eggerti Jónssyni Ísdal. Maður hennar Magnús Gylfi Gunnlaugsson.
Barn Valtýs af fyrra sambandi er
5. Bjarni Valtýsson, f. 25. júlí 1943. Fyrri kona hans var Vigdís Esther Ólafsdóttir. Síðari kona Sigríður Dögg Guðmundsdóttir.

II. Síðari maður Halldóru var Jón Magnús Guðmundsson bóndi og bifreiðastjóri frá Grund í Garðabæ, f. 20. janúar 1926, d. 3. október 1984.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.