Jósúa Steinar Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jósúa Steinar Óskarsson frá Franska spítalanum, vélvirkjameistari fæddist þar 4. október 1952.
Foreldrar hans voru Óskar Jósúason trésmíðameistari, f. 22. október 1915, d. 10. ágúst 1987 og kona hans Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1993.

Börn Jósebínu og Óskars:
1. Elías Fannar Óskarsson sjómaður, verkamaður, f. 21. júní 1939, d. 28. mars 1998. Kona hans Helga Sigtryggsdóttir.
2. Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943 í Árdal. Kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir.
3. Þórunn Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1941 í Árdal, d. 29. október 2008. Maður hennar Brynjar Karl Stefánsson, látinn.
4. Páll Róbert Óskarsson húsgagnasmíðameistari, f. 10. júní 1946 í Franska spítalanum, d. 13. október 2020. Kona hans Þuríður Margrét Georgsdóttir, látin.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir matreiðslumaður, sjókona, f. 25. júlí 1950 í Franska spítalanum. Fyrrum maður hennar Gunnar Snorri Snorrason.
6. Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952 í Franska spítalanum. Kona hans Kristín Eggertsdóttir, látin. Síðari kona hans Lára Ósk Garðarsdóttir

Jósúa Steinar var með foreldrum sínum.
Hann lærði vélvirkjun í Völundi hjá Tryggva Jónssyni og Friðþóri Guðlaugssyni, varð sveinn 1974 og fékk meistararéttindi 1976.br> Jósúa vann um skeið í Völundi, þá var hann vaktformaður í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar (F.E.S.) í sex ár.
Hann vann síðan í Vélsmiðjunni Þór frá 1981, eignaðist hana ásamt fimm öðrum 1994 og starfaði þar til 2020, er vélsmiðjan var seld.
Þau Kristín giftu sig 1971, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Franska spítalanum, en síðar á Búhammri 21.
Kristín lést 2007.
Þau Lára Ósk giftu sig 2011, hafa ekki eignast börn.
Þau búa á Bessahrauni 1a.

I. Fyrri kona Jósúa Steinars, (23. september 1971), var Kristín Eggertsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1952, d. 10. október 2007.
Börn þeirra:
1. Steinunn Ásta Jósúadóttir leikskólakennari, f. 23. nóvember 1971. Maður hennar Ásmundur Kristberg Örnólfsson.
2. Óskar Jósúason grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri, f. 10. maí 1979. Kona hans Guðbjörg Guðmannsdóttir.

II. Síðari kona Jósúa Steinars, (16. apríl 2011), er Lára Ósk Garðarsdóttir Gíslasonar, húsfreyja, f. 16. október 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Jósúa Steinar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.