Ester Óskarsdóttir (Franska spítalanum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórunn Ester Óskarsdóttir.

Þórunn Ester Óskarsdóttir frá Franska spítalanum, húsfreyja fæddist 1. september 1941 í Árdal við Hilmisgötu 5 og lést 29. október 2008.
Foreldrar hennar voru Óskar Jósúason húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 22. október 1915, d. 10. ágúst 1987 og kona hans Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1993.

Börn Jósebínu og Óskars:
1. Elías Fannar Óskarsson sjómaður, verkamaður, f. 21. júní 1939, d. 28. mars 1998. Kona hans Helga Sigtryggsdóttir.
2. Hallgrímur Óskarsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, f. 7. júlí 1943 í Árdal. Kona hans Sólrún Sædís Sigurbjörnsdóttir.
3. Þórunn Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1941 í Árdal, d. 29. október 2008. Maður hennar Brynjar Karl Stefánsson, látinn.
4. Páll Róbert Óskarsson húsgagnasmíðameistari, f. 10. júní 1946 í Franska spítalanum, d. 13. október 2020. Kona hans Þuríður Margrét Georgsdóttir, látin.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir matreiðslumaður, sjókona, f. 25. júlí 1950 í Franska spítalanum. Fyrrum maður hennar Gunnar Snorri Snorrason.
6. Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952 í Franska spítalanum. Kona hans Kristín Eggertsdóttir, látin. Síðari kona hans Lára Ósk Garðarsdóttir.

Ester var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór snemma að vinna utan heimilis, vann við fiskiðnað hjá Ísfélaginu og skamma stund í Kútmagakoti. Þau Brynjar ráku verslun á Gimli, í ,,Búrinu“ í rúmt ár og Ester rak daggæslu barna á heimili sínu. Hún starfaði síðan í Godthaab til hins síðasta.
Þau Brynjar Karl giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Franska spítalanum, byggðu húsið Grund með foreldrum Brynjars og systur og bjuggu þar frá 1964-1980, en byggðu hús við Búhamar 21, bjuggu þar skamma stund, seldu húsið Jósúa Steinari bróður Esterar og fluttu á æskuheimili Esterar í Franska spítalanum og bjuggu þar síðan.
Þórunn Ester lést 2008. Brynjar Karl bjó í Franska spítalanum og að síðustu í Hraunbúðum. Hann lést 2021.

I. Maður Esterar, (17. júní 1961), var Brynjar Karl Stefánsson vélstjóri, vélvirki, f. 20. ágúst 1939, d. 20. apríl 2021.
Börn þeirra:
1. Óskar Freyr Brynjarsson rafvirki, f. 18. desember 1961. Kona hans Ólafía Birgisdóttir.
2. Dóra Kristrún Brynjarsdóttir geislafræðingur, f. 5. október 1966. Maður hennar Magnús Matthíasson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 8. nóvember 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.