Friðþór Guðlaugsson (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Friðþór Guðlaugsson.

Friðþór Guðlaugsson frá Sólbergi, vélvirkjameistari fæddist 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32 og lést 19. júní 2004 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898 á Viðborði í A.-Skaft., d. 2. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir frá Rauðhól í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. júní 1902, d. 16. ágúst 1977.

Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir, síðast á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30, d. 25. desember 1994.

Friðþór var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hann nam vélvirkjun í Magna, varð meistari í greininni. Hann starfaði í Magna, stofnaði með öðrum Vélsmiðjuna Völund. Vélsmiðjurnar Magni og Völundur sameinuðust í Skipalyftuna ehf. og þar vann Friðþjófur til starfsloka sinna.
Þau Margrét giftu sig 1953, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbergi, á Hásteinsvegi 9 við fæðingu Brynju 1956, á Sólbergi við fæðingu Guðlaugs 1961, en síðar á Illugagötu 49.
Friðþór lést 2004.

I. Kona Friðþórs, (4. október 1953), er Margrét Karlsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1930 á Vegamótum á Húsavík. Foreldrar hennar voru Kristján Karl Stefánsson frá Hellulandi í Aðaldal, S.-Þing., verkamaður, f. 11. maí 1897, d. 4. júní 1967, og kona hans Sigfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1904 á Höskuldsstöðum í Reykjadal í S.-Þing., d. 21. september 1998.

Börn þeirra:
1. Stefán Friðþórsson lagerstjóri í Reykjavík, f. 27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.
2. Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson.
3. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona María Tegeder.
4. Andvana fæddur drengur 1968.
5. Sigurhanna Friðþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. ágúst 1972. Maður hennar Jón Atli Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.