Óskar Jósúason (yngri)
Óskar Jósúason yngri, grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri, nú starfsmaður Laxeyjar, fæddist 10. maí 1979.
Foreldrar hans Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952, og kona hans Kristín Eggertsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1952, d. 10. október 2007.
Börn Kristínar og Jósúa Steinars:
1. Steinunn Ásta Jósúadóttir leikskólakennari, f. 23. nóvember 1971. Maður hennar Ásmundur Kristberg Örnólfsson.
2. Óskar Jósúason grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri, starfsmaður Laxeyjar, f. 10. maí 1979. Kona hans Guðbjörg Guðmannsdóttir.
Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust þrjú Börn. Þau búa við Hásteinsveg 49.
I. Kona Óskars er Guðbjörg Guðmannsdóttir húsfreyja, kennari, verkefnastjóri hjá Grunnskólanum, f. 15. maí 1980.
Börn þeirra:
1. Kristín Klara Óskarsdóttir, f. 2009.
2. Jósúa Steinar Óskarsson, f. 2011.
3. Nóel Gauti Óskarsson, f. 2017.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðbjörg.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.