Jóna Sigríður Kristjánsdóttir
Jóna Sigríður Kristjánsdóttir frá Heiðarbóli, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 7. október 1931 og lést 11. apríl 2019.
Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson skipstjóri, f. 15. febrúar 1906 í Þjóðólfshaga í Holtum, d. 9. mars 1997, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja, f. 18. febrúar 1908, d. 9. mars 1997.
Börn Margrétar og Kristjáns:
1. Haukur Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri hjá Esso, f. 2. apríl 1930 á Vestmannabraut 72, d. 16. október 2015. Kona hans Ester Friðjónsdóttir, látin.
2. Jóna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 7. október 1931 á Heiðarbóli, d. 11. apríl 2019. Maður hennar Kári Birgir Sigurðsson.
3. Garðar Hafsteinn Kristjánsson, f. 18. október 1934 í Ási, d. 22. ágúst 1935.
4. Guðbjörg Kristjánsdóttir röntgenmyndari, f. 23. janúar 1936 í Ási, d. 15. janúar 2013. Maður hennar Jóhann Ingvar Guðmundsson.
5. Edda Kristjánsdóttir verslunarmaður, f. 13. febrúar 1939 í Sóleyjartungu. Barnsfaðir Reynir Oddsson. Fyrrum sambýlismaður Herbert Árnason.
6. Ester Kristjánsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 3. maí 1944 í Sóleyjartungu. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
Jóna Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var afgreiðslumaður.
Þau Kári Birgir giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hvítingavegi 8, á Búastaðabraut 8 1972, síðar á Dverghamri 28, en bjuggu á
Vallarbarði 1 í Hafnarfirði við andlát Jónu 2019 og þar býr Kári Birgir.
I. Maður Jónu Sigríðar, (25. desember 1952), er Kári Birgir Sigurðsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. desember 1931.
Börn þeirra:
1. Ágúst Birgisson, lögreglumaður, f. 19. september 1950. Fyrrum kona hans Jóhanna Gísladóttir. Kona hans Sigrún Ólafsdóttir.
2. Kristján Birgisson, sjómaður, vélstjóri, f. 20. maí 1952. Kona hans Bjarney María Gústavsdóttir Sigurjónssonar.
3. Aðalheiður Birgisdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 24. febrúar 1959. Maður hennar Angantýr Agnarsson Angantýssonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.